Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 09:30 McLaren ökumaðurinn Lando Norris fagnar hér sigri í ástralska kappakstrinum í nótt. AP/Scott Barbour Lando Norris hjá McLaren vann fyrsta formúlu 1 keppni ársins í nótt en þá fór ástralski kappaksturinn fram í Melbourne. Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira