„Þá erum við komin út á hálan ís“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. mars 2025 12:22 Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, harðlega í aðsendri grein á Vísi í morgun og sagði hann hafa talað ógætilega í fjölmiðlum um mögulega athugun nefndarinnar á byrlunar- eða skæruliðamálinu svokallaða. Vilhjálmur greindi frá því í síðustu viku að lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn í málinu og óskað eftir því að sett verði á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að málinu. Eigi að láta fjölmiðla í friði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar og fyrrum fjölmiðlamaður, tekur undir skrif Sigmars. „Það er ekki góður bragur á því að alþingismenn fari að rannsaka störf fjölmiðla. Þeir eiga láta fjölmiðla í friði og það eru aðrir til þess bærir aðilar sem eiga að athuga hvort að fjölmiðlar fari eftir siðareglum og þar er siðanefnd Blaðamannafélags Íslands mjög virk, eðlilega.“ Ef málið yrði rannsakað væri um pólitíska ákvörðun að ræða að mati Sigmundar sem skapi slæmt fordæmi. Nefndin væri með rannsókn að seilast inn á valdsvið lögreglunnar. „Fjölmiðlar fjalla gríðarlega mikið um Alþingi og alþingismenn og ef við ætlum að snúa þessu við, þá erum við komin út á hálan ís og farin að líkjast löndum sem við viljum ekki kannast við.“ Þurfi einnig að skoða aðkomu þingmanna og ráðherra Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnað því í síðustu viku að nefndin skoði málið og sagði brýnt að rýna í kjölinn á rannsókn lögreglu gagnvart sex blaðamönnum. „Ef það á að skoða þetta, þarf að skoða alla anga málsins. Þar á meðal aðkomu þingmanna, ráðherra og aðstoðarmanna ráðherra sem hafa fjallað um þetta mál með ýmsum hætti. Ef það á að skoða þetta, þá þýðir ekki að skoða einn anga málsins sem er pólitískt hagkvæmt fyrir einhver öfl innan Alþingis.“ Snúist ekki um störf blaðamanna Vilhjálmur sjálfur segir skrif Sigmars vera úr takti við það sem beiðnin til nefndarinnar snýst um. Beiðnin fjalli ekki um blaðamenn eða fréttir og ekki komi til skoðunar að taka fyrir störf og rannsókn lögreglunnar. „Það er alltaf verið að brigsla okkur um það að vera fjalla um blaðamenn og einstaka fréttir. Það er ekki það sem þetta snýst um. Þetta snýst um aðkomu ríkisstofnunar að því að afla gagnanna og miðla þeim til annarra fjölmiðla en ekki nýta sjálf. Það er ekki verið að biðja okkur um að fjalla um það sem að lögreglan var að rannsaka.“ Sagði Vilhjálmur sem ítrekaði að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hvort fjallað verði um málið. „Síðan var önnur spurning sem við fengum. Hvort að Ríkisútvarpið hafi víðtækari heimildir til að fara inn á síma fólks en lögreglan sem þarf að sækja dómsúrskurð um það,“ segir hann og bætir við að það sé mjög sjaldan gert að nefndin taki fyrir svona mál. Um stóra ákvörðun sé að ræða. „Við munum fjalla um þetta og munum sjá hvort við bíðum eftir hver ákvörðun ráðherra verður í þessu og hvort við biðjum hann að upplýsa nefndina um það. Því hann hefur sagst ætla skoða málið.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Við erum ekki Rússland Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. 17. mars 2025 07:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, harðlega í aðsendri grein á Vísi í morgun og sagði hann hafa talað ógætilega í fjölmiðlum um mögulega athugun nefndarinnar á byrlunar- eða skæruliðamálinu svokallaða. Vilhjálmur greindi frá því í síðustu viku að lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn í málinu og óskað eftir því að sett verði á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að málinu. Eigi að láta fjölmiðla í friði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar og fyrrum fjölmiðlamaður, tekur undir skrif Sigmars. „Það er ekki góður bragur á því að alþingismenn fari að rannsaka störf fjölmiðla. Þeir eiga láta fjölmiðla í friði og það eru aðrir til þess bærir aðilar sem eiga að athuga hvort að fjölmiðlar fari eftir siðareglum og þar er siðanefnd Blaðamannafélags Íslands mjög virk, eðlilega.“ Ef málið yrði rannsakað væri um pólitíska ákvörðun að ræða að mati Sigmundar sem skapi slæmt fordæmi. Nefndin væri með rannsókn að seilast inn á valdsvið lögreglunnar. „Fjölmiðlar fjalla gríðarlega mikið um Alþingi og alþingismenn og ef við ætlum að snúa þessu við, þá erum við komin út á hálan ís og farin að líkjast löndum sem við viljum ekki kannast við.“ Þurfi einnig að skoða aðkomu þingmanna og ráðherra Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnað því í síðustu viku að nefndin skoði málið og sagði brýnt að rýna í kjölinn á rannsókn lögreglu gagnvart sex blaðamönnum. „Ef það á að skoða þetta, þarf að skoða alla anga málsins. Þar á meðal aðkomu þingmanna, ráðherra og aðstoðarmanna ráðherra sem hafa fjallað um þetta mál með ýmsum hætti. Ef það á að skoða þetta, þá þýðir ekki að skoða einn anga málsins sem er pólitískt hagkvæmt fyrir einhver öfl innan Alþingis.“ Snúist ekki um störf blaðamanna Vilhjálmur sjálfur segir skrif Sigmars vera úr takti við það sem beiðnin til nefndarinnar snýst um. Beiðnin fjalli ekki um blaðamenn eða fréttir og ekki komi til skoðunar að taka fyrir störf og rannsókn lögreglunnar. „Það er alltaf verið að brigsla okkur um það að vera fjalla um blaðamenn og einstaka fréttir. Það er ekki það sem þetta snýst um. Þetta snýst um aðkomu ríkisstofnunar að því að afla gagnanna og miðla þeim til annarra fjölmiðla en ekki nýta sjálf. Það er ekki verið að biðja okkur um að fjalla um það sem að lögreglan var að rannsaka.“ Sagði Vilhjálmur sem ítrekaði að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hvort fjallað verði um málið. „Síðan var önnur spurning sem við fengum. Hvort að Ríkisútvarpið hafi víðtækari heimildir til að fara inn á síma fólks en lögreglan sem þarf að sækja dómsúrskurð um það,“ segir hann og bætir við að það sé mjög sjaldan gert að nefndin taki fyrir svona mál. Um stóra ákvörðun sé að ræða. „Við munum fjalla um þetta og munum sjá hvort við bíðum eftir hver ákvörðun ráðherra verður í þessu og hvort við biðjum hann að upplýsa nefndina um það. Því hann hefur sagst ætla skoða málið.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Við erum ekki Rússland Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. 17. mars 2025 07:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15
Við erum ekki Rússland Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. 17. mars 2025 07:32