Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 17. mars 2025 16:01 Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar. Milljarður er há fjárhæð og það er hápólitísk ákvörðun að ráðstafa milljarði í jarðhitaleit frekar en önnur verkefni. Hvers vegna gerum við það? Vegna þess að þannig sláum við margar flugur í einum höggi. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á byggðajöfnuð, að jafna aðstöðumun fólks og fyrirtækja og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Við ætlum að auka framboð af orku, ryðja burt hindrunum og liðka fyrir framkvæmdum. Við leggjum áherslu á orkuöryggi og orkunýtni, og við erum staðráðin í að ná árangri í orkuskiptum og loftslagsmálum. Átakið Jarðhiti jafnar leikinn þjónar öllum þessum markmiðum. Með því stígum við stærri skref í stuðningi ríkisins við leit og nýtingu jarðhita en stigin hafa verið á þessari öld. Reynslan af síðasta jarðhitaátaki sýnir að til mikils er að vinna. Ég er sannfærður um að þetta sé ábatasöm fjárfesting og skynsamleg nýting á almannafé. Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila en jafnframt létta kostnaði af fyrirtækjum, sveitarfélögum og grunnþjónustu á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu og jafnaðarmennska eins og hún gerist best.Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Jarðhiti Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar. Milljarður er há fjárhæð og það er hápólitísk ákvörðun að ráðstafa milljarði í jarðhitaleit frekar en önnur verkefni. Hvers vegna gerum við það? Vegna þess að þannig sláum við margar flugur í einum höggi. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á byggðajöfnuð, að jafna aðstöðumun fólks og fyrirtækja og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Við ætlum að auka framboð af orku, ryðja burt hindrunum og liðka fyrir framkvæmdum. Við leggjum áherslu á orkuöryggi og orkunýtni, og við erum staðráðin í að ná árangri í orkuskiptum og loftslagsmálum. Átakið Jarðhiti jafnar leikinn þjónar öllum þessum markmiðum. Með því stígum við stærri skref í stuðningi ríkisins við leit og nýtingu jarðhita en stigin hafa verið á þessari öld. Reynslan af síðasta jarðhitaátaki sýnir að til mikils er að vinna. Ég er sannfærður um að þetta sé ábatasöm fjárfesting og skynsamleg nýting á almannafé. Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila en jafnframt létta kostnaði af fyrirtækjum, sveitarfélögum og grunnþjónustu á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu og jafnaðarmennska eins og hún gerist best.Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun