Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 19:15 Fyrirliðinn verður ekki með í komandi landsleikjum. JUAN MABROMATA / AFP Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi. Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira