Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 22:32 Bruno fagnar með samlanda sínum Diogo Dalot. James Holyoak/Getty Images Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði. Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32