Brynjólfur Bjarnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2025 08:29 Brynjólfur Bjarnason lést á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur Bjarnason forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka. Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“ Andlát Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Brynjólfur fæddist í Reykjavík 18. júlí 1946. Foreldrar hans voru Kristjana Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík (f. 1923, d. 2000) og Bjarni Björnsson forstjóri í Reykjavík (f. 1920, d. 2001). Í tilkynningu frá fjölskyldu Brynjólfs segir að hann hafi alist upp í Hlíðunum í góðu atlæti foreldra sinna á fallegu menningarheimili ásamt þremur fjörugum bræðrum. „Brynjólfur gekk í Austurbæjarskóla og í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem stúdent árið 1967. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Á árunum 1973–1976 var hann forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins). Hann var framkvæmdastjóri Almenna Bókafélagsins AB frá 1976–1983, og árið 1984 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Granda og gegndi því til ársins 2002. Þar leiddi hann umbreytingu fyrirtækisins og einkavæðingu. Á árunum 2002–2010 var hann forstjóri fjarskiptafélagsinna Símans/Skipta, og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Árið 2012 tók hann við starfi framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands og gegndi því til ársins 2014. Hann var í stjórn Arion banka frá 2014-2024 og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019-2024. Brynjólfur sat í gegnum árin í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í sjávarútvegi s.s Icelandic, Coldwater seafood, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, LÍÚ, Hraðfrystihúss Eskifjarðar/Eskju, Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafirði, Ísfélags Vestmannaeyja, Þormóðs-Ramma Siglufirði, Faxamjöli, Faxmarkaðarins, stjórnarformaður Hafrannsóknastofnunar, Friosur S.A. Chile, Pesquera Siglo Mexico, og Bakkavör Group o.fl. Hann hefur einnig setið í stjórnum fjarskipafélaga s.s Símans, Mílu, Skjá Miðla og Farice, - í stjórnum félaga á fjármálamarkaði s.s. Arion banka, Íslandsbanka, Iðnaðarbanka, Almenna lífeyrissjóðsins, Þróunarfélagi Íslands, Valitor og MarInvest, - sem og í stjórnum ýmissa fyrirtækja í iðnaðarstarfsemi s.s ISAL/Rio Tinto, Invent Farma, Promens, Sindra Stál, Álafoss og verksmiðjunnar Dúks sem var fyrirtæki föður hans. Auk þessa hefur Brynjólfur setið í stjórnum margra menningarstofnana og félagasamtaka s.s. Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000, AB bókaútgáfu, í launasjóði rithöfunda, Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur, Menningarsjóði útvarpsstöðvanna, Félags íslenskra bókaútgefanda o.fl. Brynjólfur var um árabil ræðismaður Chile á Íslandi og hlaut árið 2008 heiðursorðu „Chilean Order al Merito.“ Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar RÍF árið 1994 Eftirlifandi eiginkona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhagfræðingur, f. 1962, þau giftu sig 1993. Börn þeirra eru Brynjólfur Jón og Helena Kristín. Börn Brynjólfs með fyrri eiginkonu, Kristínu Thors, (þau skildu 1990), og stjúpbörn Þorbjargar, eru Birgir Örn, Kristjana, Helga Birna og Bjarni. Uppeldisdóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Sandra Yildiz Castillo Calle. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 2.“
Andlát Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira