Óbærileg bið eftir kvöldinu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 12:00 Daníel Andri stýrði Þór í bikarúrslitum í fyrra og vonast til að komast skrefinu lengra í ár, og taka titilinn. Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu. Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi. Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi.
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira