Óbærileg bið eftir kvöldinu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 12:00 Daníel Andri stýrði Þór í bikarúrslitum í fyrra og vonast til að komast skrefinu lengra í ár, og taka titilinn. Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu. Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi. Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi.
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira