Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. mars 2025 22:00 Sætur sigur hjá Grindvíkingum í mjög sveiflukenndum leik. vísir / anton Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag. Þór átti fyrsta höggið Þórskonur byrjuðu leikinn betur, sýndu meiri ákefð og skutu svo vel í upphafi leiks að ljósin í húsinu fóru að flökta. Grindavík svaraði og tók gleðina Grindavík var hins vegar ekki lengi að kveikja á sér og átti gott áhlaup undir lok fyrsta leikhluta, sem Þórskonur hjálpuðu reyndar töluvert við með töpuðum boltum og sóknarvillum. Fljótlega var leikgleðin sem Þór sýndi í upphafi farin að snúast í andhverfu sína. Gleðin var aftur á móti mikil hjá Grindvíkingum, sem komust í algjört banastuð á sínum „heimavelli“ og fóru að setja erfið skot ofan í. vísir / anton Þórskonur reyndu að berja í sig kraft og komast aftur inn í leikinn, með því að verjast fastar, spila hraðar, og keyra meira á körfuna. En Grindvíkingar mættu því áhlaupi bara með brosi á vör og fóru með ellefu stiga forystu inn í hálfleikinn (52-41). Þórskonur gerðu allt sem þær gátu til að stöðva sjóðheita sóknarmenn Grindavíkur. vísir / anton Ákefðin bar árangur Í seinni hálfleik fór varnarákefðin hins vegar að bera árangur fyrir Þór. Grindavík gat greinilega ekki haldið áfram á gleðinni einni og skoraði ekki stig fyrr en sjö mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og staðan orðin jöfn. Grindvíkingar komust hvorki lönd né strönd. vísir / anton Í sjö heilar mínútur. vísir / anton Björguðu andliti eftir sjö stigalausar mínútur Grindvíkingum tókst þó að bjarga andliti og setja nokkur góð skot undir lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta. Sem leiddi til þess að þær voru með um tíu stiga forystu þegar lokamínúturnar á þessum svakalega sveiflukennda leik gengu í garð. vísir / anton Lokaáhlaupið kom aldrei Flestir bjuggust þá við áhlaupi hjá Þór, miðað við hvernig leikurinn hafði þróast. Það kom hins vegar aldrei, og munaði mikið um Amandine Toi sem lenti í villuvandræðum. Besti sóknarleikmaður Þórs og þær söknuðu hennar sárlega. Þórskonur kvöddu allan möguleika á sigri þegar Amandine datt út. vísir / anton Grindavík gerði vel, hélt út og hleypti Þórsurum ekki nógu nálægt sér til að gera leikinn spennandi. Lokatölur 92-80. Viðtöl Þorleifur: Stoltur af stelpunum, stigaskorið dreifist vel og sýndum hvað í okkur býr Þorleifur þurfti nokkrum sinnum að fara yfir málin með sínum konum og segja betur til verka. vísir / anton „Ég er virkilega stoltur af stelpunum og ánægður“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, fljótlega eftir leik. Grindavík gekk í gegnum slæman kafla í upphafi seinni hálfleiks en tókst að snúa sér út úr því. „Mjög illa. Vorum ekki að þora og Þór fékk að njóta sín í því sem þær eru bestar; hlaupa völlinn og vera töffarar. Við, sem betur fer, snerum því við. Stoppuðum það og sýndum hvað í okkur býr.“ Þá hjálpaði mikið að vera á heimavelli og geta sótt í sig stemninguna úr stúkunni. „Klárlega og ég er mjög stoltur af öllu liðinu, allar að taka þátt í sóknarleiknum og skorið dreifist vel. [Tölfræðin á leikskýrslunni] lítur allavega vel út, svona í fljótu bragði“ Nágrannaslagur gegn Njarðvík er svo framundan í úrslitaleiknum á laugardag. „Leggst bara mjög vel í mig. Fylla húsið og hafa gaman“ sagði Þorleifur að lokum. VÍS-bikarinn UMF Grindavík Þór Akureyri
Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag. Þór átti fyrsta höggið Þórskonur byrjuðu leikinn betur, sýndu meiri ákefð og skutu svo vel í upphafi leiks að ljósin í húsinu fóru að flökta. Grindavík svaraði og tók gleðina Grindavík var hins vegar ekki lengi að kveikja á sér og átti gott áhlaup undir lok fyrsta leikhluta, sem Þórskonur hjálpuðu reyndar töluvert við með töpuðum boltum og sóknarvillum. Fljótlega var leikgleðin sem Þór sýndi í upphafi farin að snúast í andhverfu sína. Gleðin var aftur á móti mikil hjá Grindvíkingum, sem komust í algjört banastuð á sínum „heimavelli“ og fóru að setja erfið skot ofan í. vísir / anton Þórskonur reyndu að berja í sig kraft og komast aftur inn í leikinn, með því að verjast fastar, spila hraðar, og keyra meira á körfuna. En Grindvíkingar mættu því áhlaupi bara með brosi á vör og fóru með ellefu stiga forystu inn í hálfleikinn (52-41). Þórskonur gerðu allt sem þær gátu til að stöðva sjóðheita sóknarmenn Grindavíkur. vísir / anton Ákefðin bar árangur Í seinni hálfleik fór varnarákefðin hins vegar að bera árangur fyrir Þór. Grindavík gat greinilega ekki haldið áfram á gleðinni einni og skoraði ekki stig fyrr en sjö mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og staðan orðin jöfn. Grindvíkingar komust hvorki lönd né strönd. vísir / anton Í sjö heilar mínútur. vísir / anton Björguðu andliti eftir sjö stigalausar mínútur Grindvíkingum tókst þó að bjarga andliti og setja nokkur góð skot undir lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta. Sem leiddi til þess að þær voru með um tíu stiga forystu þegar lokamínúturnar á þessum svakalega sveiflukennda leik gengu í garð. vísir / anton Lokaáhlaupið kom aldrei Flestir bjuggust þá við áhlaupi hjá Þór, miðað við hvernig leikurinn hafði þróast. Það kom hins vegar aldrei, og munaði mikið um Amandine Toi sem lenti í villuvandræðum. Besti sóknarleikmaður Þórs og þær söknuðu hennar sárlega. Þórskonur kvöddu allan möguleika á sigri þegar Amandine datt út. vísir / anton Grindavík gerði vel, hélt út og hleypti Þórsurum ekki nógu nálægt sér til að gera leikinn spennandi. Lokatölur 92-80. Viðtöl Þorleifur: Stoltur af stelpunum, stigaskorið dreifist vel og sýndum hvað í okkur býr Þorleifur þurfti nokkrum sinnum að fara yfir málin með sínum konum og segja betur til verka. vísir / anton „Ég er virkilega stoltur af stelpunum og ánægður“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, fljótlega eftir leik. Grindavík gekk í gegnum slæman kafla í upphafi seinni hálfleiks en tókst að snúa sér út úr því. „Mjög illa. Vorum ekki að þora og Þór fékk að njóta sín í því sem þær eru bestar; hlaupa völlinn og vera töffarar. Við, sem betur fer, snerum því við. Stoppuðum það og sýndum hvað í okkur býr.“ Þá hjálpaði mikið að vera á heimavelli og geta sótt í sig stemninguna úr stúkunni. „Klárlega og ég er mjög stoltur af öllu liðinu, allar að taka þátt í sóknarleiknum og skorið dreifist vel. [Tölfræðin á leikskýrslunni] lítur allavega vel út, svona í fljótu bragði“ Nágrannaslagur gegn Njarðvík er svo framundan í úrslitaleiknum á laugardag. „Leggst bara mjög vel í mig. Fylla húsið og hafa gaman“ sagði Þorleifur að lokum.
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti