Innlent

Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. Vísir/Arnar

Kona búsett í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni taldi mann, sem er búsettur erlendis vera komin hingað til lands til að vinna henni mein. Eftir rannsókn telur lögreglan að hann sé í raun ekki hér á landi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að á níunda tímanum í morgun hafi lögreglunni borist tilkynning um málið.

Þar segir að fjórir lögreglumenn hafi þá þegar farið frá Ísafirði á vettvang og verið viðbúnir því að þurfa að grípa til vopna. „Til öryggis var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til aðstoðar, en hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar vestur.“

Í tilkynningunni segir að öryggi fjölskyldunnar og íbúa í Bolungarvík hafi verið tryggt meðan leitað var að manninum sem tilkynnt var um.

„Eftir mikla upplýsingaöflun lögreglunnar í dag er niðurstaðan sú að tilkynnandinn hafi ekki metið aðstæður rétt og sá aðili sem ógnin var talin stafa af ekki á landinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að aðgerðum sé lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×