Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 23:01 Dean Huijsen hefur skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni. Annað þeirra kom í 3-0 sigri Bournemouth á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool. Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira