Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 18. mars 2025 21:02 Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 18. mars, er Alþjóðadagur félagsráðgjafar þar sem félagsráðgjafar um allan heim taka höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema dagsins er að efla samstöðu millikynslóða fyrir varanlega vellíðan sem tengist kjarnanum í fag- og starfsgrein félagsráðgjafar, þ.e. tengsl kynslóða og gildi fjölskyldutengsla og annarra tengsla þvert á aldur og tengslanet. Jákvæð félagsleg tengsl er það sem hjálpar fólki í erfiðleikum, eflir og verndar okkur með kærleika og þakklæti, hjálpar okkur að dafna og verða það besta sem við getum verið. Samstaða milli kynslóða knýr hagkerfi okkar áfram og styður siðferði jafnréttis og miðlunar auðlinda þvert á samfélagið og milli kynslóða. Frá grasrót til gervigreindar Í tilefni af alþjóðadegi félagsráðgjafar stóð Félagsráðgjafafélag Íslands og siðanefnd félagsins fyrir rafrænum fundi undir yfirskriftinni Frá grasrót til gervigreindar þar sem fjórir frummælendur ræddu efnið. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi fjallaði um hvernig félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan. Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi, ræddi gagnahlutdrægni gervigreindar og María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG, var með umræðu um framþróun í félagsráðgjöf. Að lokum kom Nikulás Guðnason meistaranemi í félagsráðgjöf með sjónarhorn ungu kynslóðarinnar og ræddi hvort félagsráðgjöf væri leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar. Liðlega 100 þátttakendur um allt land fylgdust með fundinum, þeirra á meðal um 40 félagsráðgjafanemar sem voru saman komnir í húsnæði Háskóla Íslands og 20 félagráðgjafar á Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar. Áskoranir í starfi félagsráðgjafa Félagsráðgjafar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í daglegu starfi sínu en þar má til dæmis nefna skort á mannafla og álag í starfi. Mikill fjöldi mála og langir biðlistar eru álagsþættir en dæmi eru um að félagsráðgjafar finni fyrir kulnun vegna mikillar streitu og takmarkaðra úrræða. Fjárveitingar til félagsþjónustu eru oft ekki nægjanlegar til að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og það er skortur á úrræðum fyrir viðkvæma hópa, t.d. heimilislausa, fólk með geðrænar áskoranir og börn í erfiðum aðstæðum. Hátt húsnæðisverð og skortur á félagslegu húsnæði veldur óöryggi varðandi búsetu sem hefur áhrif á lífsgæði fólks. Félagsráðgjafar vinna með fólki sem á erfitt með að framfleyta sér og einnig með einstaklingum sem þurfa stuðning við andlega heilsu þar sem úrræði heilbrigðiskerfisins eru oft takmörkuð. Aðstoð við flóttafólk og innflytjendur krefst túlkaþjónustu og menningarnæmni. Þá eiga margir innflytjendur erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn eða fá réttindi sín viðurkennd. Félagsráðgjafar vinna með viðkvæmum hópum, þar á meðal börnum sem búa við vanrækslu eða ofbeldi en það getur verið bæði flókið og krefjandi siðferðilega að grípa inn í slík mál. Samþætting þjónustu milli stofnana skiptir miklu máli en samvinna milli félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis, lögreglu og menntakerfis getur verið óskýr. Oft þurfa félagsráðgjafar að vinna á mörgum sviðum í einu án nægilegs stuðnings auk þess að laga sig að nýrri tækni, t.d. stafrænum skjalakerfum og gervigreindartólum. Skoða þarf hvernig nota megi tækni til að bæta þjónustu án þess að tapa mannlegri nálgun. Félagsráðgjafar þurfa oft að vera mjög skapandi í lausnaleit sinni en til að takast á við þessar áskoranir þarf bæði pólitíska stefnumótun og umbætur í kerfinu. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun