Auk slökkviliðs voru lögregla og sjúkraflutningamenn kölluð á vettvang.
Sólveig Bergmann, talsmaður Norðuráls, segir tengiinntak, sem tekur við 220 kílóvolta spennu, inn í aðveitustöð álversins hafa gefið sig. Út frá því hafi kviknað eldur í olíu inni í inntakinu. „Ekki mikill en þú vilt ekki hafa eld í álveri,“ segir Sólveig.
Kerskálarnir hafi í kjölfarið verið rýmdir og slökkviliðið kallað á vettvang. Inni í kerskálunum fer fram rafgreining og þar verður álið til.
Álverið varð þá alveg rafmagnslaust. „Síðan fengum við svokallað húsarafmagn og höfum verið að keyra kerlínuna hægt og rólega upp aftur. Það er ekki svona „on-and-off-takki“ í álverum. Þetta er ferli sem gerist hægt og er í samvinnu við Landsnet,“ segir hún.
Sólveig segir ekki algengt að svona inntök gefi sig með þessum hætti.