Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2025 08:09 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem telji tilefni til að árétta það sérstaklega að hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé að hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins í þágu almennings. Nefndin hafi ekki eftirlit með fjölmiðlum og það sé ekki hlutverk hennar að hafa skoðun á efnistökum þeirra. „Hins vegar á nefndin að gæta að því að handhafar framkvæmdarvalds, þ.m.t. lögregla, haldi sig innan marka stjórnarskrárinnar. Eins og Blaðamannafélagið hefur bent á leikur verulegur vafi á því að það hafi lögregla gert í þessu máli. Félagið telur því fulla ástæðu til að þessi þáttur málsins sæti athugun nefndarinnar í samræmi við það hlutverk sem hún fer með samkvæmt lögum. Í viðtali á Bylgjunni sl. föstudag sagði formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Árnason, að meðal þess sem fram hafi komið í erindi til nefndarinnar væri ósk til nefndarinnar um að hún skoðaði hvort vinnubrögð blaðamanna í málinu teldust brotleg gegn almennum hegningarlögum og siðareglum blaðamanna. Af þessu tilefni ítrekar Blaðamannafélagið að eftirlit með slíkum reglum heyrir á engan hátt undir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis auk þess sem hlutaðeigandi blaðamenn eru ekki opinberir starfsmenn og eiga ekki að þurfa að sitja undir því, frekar en aðrir einkaaðilar, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um störf þeirra. Öðru máli gegnir um handhafa lögreglu- og ákæruvalds sem fara með opinbert vald og lúta eftirliti nefndarinnar. Málið snýst um atlögu Samherja að blaðamönnum Fyrir liggur að umfjöllun um framferði starfsfólks Samherja, Skæruliðamálið svokallaða, byggðist á og laut að samskiptum sem blaðamenn höfðu aðgang að. Í umfjölluninni kom fram að starfsfólk Samherja hefði lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna sem fjölluðu með gagnrýnum hætti um fyrirtækið. Markmiðið með því virðist hafa verið að draga úr áhrifum þeirrar umfjöllunar og leiða athygli frá henni. Eins og kunnugt er ákvað lögregla að hefja rannsókn á þeim sex blaðamönnum sem töldust tengjast umfjölluninni með einum eða öðrum hætti. Sú rannsókn var tilhæfulaus með öllu og beindist að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. Líkt og Blaðamannafélagið hefur margítrekað bent á felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna í því, heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þótt lögreglurannsókninni hafi lokið með niðurfellingu voru áhrif hennar þau að draga athygli frá því sem blaðamennirnir höfðu fjallað um – alvarlegar ávirðingar um spillingu stórfyrirtækis og tilraunir þess til að stjórna opinberri umræðu um þær ávirðingar – og beina henni að blaðamönnunum sjálfum. Rannsóknin hafði því sömu áhrif og Skæruliðadeildin stefndi að. Því miður getur Blaðamannafélagið ekki annað séð en að ummæli formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum undanfarna daga stefni að sama markmiði – að gera blaðamenn sem fjallað hafa um samfélagslega mikilvæg mál tortryggilega og draga úr trúverðugleika umfjöllunar þeirra. Lögreglurannsóknin óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna Blaðamannafélagið hefur gagnrýnt lögreglurannsóknina á þeim grundvelli að í henni hafi falist óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi hlutaðeigandi blaðamanna. Undir þessa gagnrýni hefur verið tekið á alþjóðlegum vettvangi og hefur framganga lögreglu verið meðal þeirra atriða sem horft hefur verið til í störfum alþjóðlegra samtaka blaðamanna við mat á tjáningarfrelsi og starfsskilyrðum blaðamanna hér á landi. Fyrir liggur að staða Íslands í alþjóðlegum samanburði hefur farið versnandi að þessu leyti undanfarin ár. Nú er svo komið að Ísland eitt Norðurlanda er ekki meðal þeirra ríkja þar sem tjáningarfrelsi blaðamanna er talið tryggt með fullnægjandi hætti. Sker Ísland sig verulega frá öðrum Norðurlöndum að þessu leyti. Sem stendur er Íslandi raðað í 18. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir þau ríki þar sem tjáningarfrelsi blaðamanna er best tryggt. Önnur Norðurlönd skipa ásamt Hollandi 1-.5. sæti listans. Leiðin til þess að snúa þessari þróun við liggur ekki í gegnum rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á störfum einstakra blaðamanna vegna fréttaumfjöllunar sem aldrei hefur verið hrakin eða neinar efnislegar athugasemdir verið gerðar við. Leiðin að því að styrkja stöðu tjáningarfrelsis – og þar með lýðræðis – liggur í því að rannsaka þá framgöngu lögreglu gagnvart blaðamönnum sem bent hefur verið á sem eina af ástæðum fyrir versnandi stöðu tjáningarfrelsis blaðamanna á Íslandi á undanförnum árum. Taki stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hlutverk sitt alvarlega hljóta nefndarmenn í nefndinni að beina sjónum sínum að þessu aðalatriði málsins,“ segir í tilkynningunni frá Blaðamannafélaginu. Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17. mars 2025 12:22 Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. 17. mars 2025 07:46 Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 14. mars 2025 16:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem telji tilefni til að árétta það sérstaklega að hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé að hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins í þágu almennings. Nefndin hafi ekki eftirlit með fjölmiðlum og það sé ekki hlutverk hennar að hafa skoðun á efnistökum þeirra. „Hins vegar á nefndin að gæta að því að handhafar framkvæmdarvalds, þ.m.t. lögregla, haldi sig innan marka stjórnarskrárinnar. Eins og Blaðamannafélagið hefur bent á leikur verulegur vafi á því að það hafi lögregla gert í þessu máli. Félagið telur því fulla ástæðu til að þessi þáttur málsins sæti athugun nefndarinnar í samræmi við það hlutverk sem hún fer með samkvæmt lögum. Í viðtali á Bylgjunni sl. föstudag sagði formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Árnason, að meðal þess sem fram hafi komið í erindi til nefndarinnar væri ósk til nefndarinnar um að hún skoðaði hvort vinnubrögð blaðamanna í málinu teldust brotleg gegn almennum hegningarlögum og siðareglum blaðamanna. Af þessu tilefni ítrekar Blaðamannafélagið að eftirlit með slíkum reglum heyrir á engan hátt undir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis auk þess sem hlutaðeigandi blaðamenn eru ekki opinberir starfsmenn og eiga ekki að þurfa að sitja undir því, frekar en aðrir einkaaðilar, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um störf þeirra. Öðru máli gegnir um handhafa lögreglu- og ákæruvalds sem fara með opinbert vald og lúta eftirliti nefndarinnar. Málið snýst um atlögu Samherja að blaðamönnum Fyrir liggur að umfjöllun um framferði starfsfólks Samherja, Skæruliðamálið svokallaða, byggðist á og laut að samskiptum sem blaðamenn höfðu aðgang að. Í umfjölluninni kom fram að starfsfólk Samherja hefði lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna sem fjölluðu með gagnrýnum hætti um fyrirtækið. Markmiðið með því virðist hafa verið að draga úr áhrifum þeirrar umfjöllunar og leiða athygli frá henni. Eins og kunnugt er ákvað lögregla að hefja rannsókn á þeim sex blaðamönnum sem töldust tengjast umfjölluninni með einum eða öðrum hætti. Sú rannsókn var tilhæfulaus með öllu og beindist að þeirri háttsemi blaðamanna að taka við upplýsingum frá heimildarmönnum um samfélagslega mikilvæg málefni og miðla þeim til almennings með ábyrgum hætti. Líkt og Blaðamannafélagið hefur margítrekað bent á felst ekki refsiverð háttsemi blaðamanna í því, heldur þvert á móti stjórnarskrárvarin frumskylda blaðamanna í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þótt lögreglurannsókninni hafi lokið með niðurfellingu voru áhrif hennar þau að draga athygli frá því sem blaðamennirnir höfðu fjallað um – alvarlegar ávirðingar um spillingu stórfyrirtækis og tilraunir þess til að stjórna opinberri umræðu um þær ávirðingar – og beina henni að blaðamönnunum sjálfum. Rannsóknin hafði því sömu áhrif og Skæruliðadeildin stefndi að. Því miður getur Blaðamannafélagið ekki annað séð en að ummæli formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum undanfarna daga stefni að sama markmiði – að gera blaðamenn sem fjallað hafa um samfélagslega mikilvæg mál tortryggilega og draga úr trúverðugleika umfjöllunar þeirra. Lögreglurannsóknin óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna Blaðamannafélagið hefur gagnrýnt lögreglurannsóknina á þeim grundvelli að í henni hafi falist óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi hlutaðeigandi blaðamanna. Undir þessa gagnrýni hefur verið tekið á alþjóðlegum vettvangi og hefur framganga lögreglu verið meðal þeirra atriða sem horft hefur verið til í störfum alþjóðlegra samtaka blaðamanna við mat á tjáningarfrelsi og starfsskilyrðum blaðamanna hér á landi. Fyrir liggur að staða Íslands í alþjóðlegum samanburði hefur farið versnandi að þessu leyti undanfarin ár. Nú er svo komið að Ísland eitt Norðurlanda er ekki meðal þeirra ríkja þar sem tjáningarfrelsi blaðamanna er talið tryggt með fullnægjandi hætti. Sker Ísland sig verulega frá öðrum Norðurlöndum að þessu leyti. Sem stendur er Íslandi raðað í 18. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir þau ríki þar sem tjáningarfrelsi blaðamanna er best tryggt. Önnur Norðurlönd skipa ásamt Hollandi 1-.5. sæti listans. Leiðin til þess að snúa þessari þróun við liggur ekki í gegnum rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á störfum einstakra blaðamanna vegna fréttaumfjöllunar sem aldrei hefur verið hrakin eða neinar efnislegar athugasemdir verið gerðar við. Leiðin að því að styrkja stöðu tjáningarfrelsis – og þar með lýðræðis – liggur í því að rannsaka þá framgöngu lögreglu gagnvart blaðamönnum sem bent hefur verið á sem eina af ástæðum fyrir versnandi stöðu tjáningarfrelsis blaðamanna á Íslandi á undanförnum árum. Taki stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hlutverk sitt alvarlega hljóta nefndarmenn í nefndinni að beina sjónum sínum að þessu aðalatriði málsins,“ segir í tilkynningunni frá Blaðamannafélaginu.
Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17. mars 2025 12:22 Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. 17. mars 2025 07:46 Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 14. mars 2025 16:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
„Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. 17. mars 2025 12:22
Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. 17. mars 2025 07:46
Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Formaður Blaðamannafélagsins fagnar því að byrlunar- eða skæruliðamálið svokallaða verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Rannsaka þurfi málið heildstætt og rýna í kjölinn á rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 14. mars 2025 16:15