Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar 19. mars 2025 10:01 Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa skapað miklar áskoranir fyrir íbúa Grindavíkur og þá sem voru þar með fyrirtæki í rekstri. Verkefni stjórnvalda hefur ekki verið einfalt og ráðamenn þurft að taka stórar og jafnvel umdeildar ákvarðanir. Pólitísk samstaða hefur þó ætíð verið um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að staðið yrði með Grindvíkingum og að bærinn skyldi byggður upp að nýju. Fyrri ríkisstjórn gerði vel með öflugu pólitísku samráði um stærstu málin eins og uppkaup íbúðarhúsnæðis. Kaup Þórkötlu gáfu stærstum hluta íbúa svör um eignir sínar, svör sem gerðu fólki kleift að hjálpa sér sjálf og tryggja fjölskyldu sinni öruggt húsaskjól. Sú mikla óvissa sem ríkt hefur vegna jarðhræringanna hefur eðlilega verið fólki og fyrirtækjum erfið á þeim 16 mánuðum sem nú eru liðnir frá því að Grindavík var rýmd. Fólk hefur síðustu daga og vikur beðið í ofvæni eftir áformum nýrrar ríkisstjórnar. Sérílagi íbúar sem hafa ekki átt tök á að kaupa sér húsnæði utan Grindavíkur á erfiðum markaði suðvesturhornsins og eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem berjast í bökkum við að halda úti rekstri í Grindavík vegna ónothæfs húsnæðis eða skorts á viðskiptavinum. Í gær sýndi ríkisstjórnin loks á spilin, framtíðarplanið var kynnt. Forsætisráðherra sagði að ekki væri kominn tími til að endurreisa Grindavík vegna yfirvofandi hættuástands. Á sama tíma boðaði ráðherra að öll sértæk úrræði fyrir fólkið, sem hefur farið verst út úr jarðhræringunum og stendur í ströngu að leita niðurstöðu í sínum málum, verða felld niður eftir tólf daga. Tilkynnti ráðherrann jafnframt að almenn úrræði skuli nú taka við af þeim sértæku, úrræði sem hvorki íbúar né fyrirtæki vita hvernig eigi að koma til með að gagnast þeim eða hverju þau eiga yfir höfuð að skila. Grindvíkingar kalla eftir því að fá að taka ábyrgð á sér sjálfir. Undirritaður telur því að ríkisstjórnin hefði átt að gefa þeim lengri aðlögunarfrest en sem nemur aðeins tólf heilum dögum áður en sértæku úrræðin falla úr gildi og á sama tíma tækifæri til að aðlagast aðstæðunum í Grindavík. Margir Grindvíkingar vilja enda geta gist heima hjá sér og felst lausnin í því að fá umönnunarsamning við Þórkötlu á húsnæðinu sem þeir neyddust til að selja þegar hættan var sem mest. Grindvíkingar geta enda sjálfir metið hvort þeir vilji flytja heim og þannig séð umsvifin í bænum aukast. Um leið verður frekari grundvöllur fyrir aukna þjónustu og fleiri gestir heimsækja bæinn. Þannig getum við kveikt aftur ljósin í Grindavík. Almannavarnir og stjórnvöld hafa unnið þrekvirki allt frá því gaus fyrst og líf Grindvíkinga breyttist. Nú er kominn tími til að njóta þessarar góðu og öflugu vinnu. Byggðir hafa verið öflugir varnargarðar, vel útfærða rýmingaráætlun er til staðar, jarðskannanir hafa verið framkvæmdar og búið að girða fyrir allar sprungur og holrými. Við erum sífellt minnt á að við búum á Íslandi og um aldir alda höfum við aðlagað okkur að aðstæðum hverju sinni. Ég tel að íbúar Grindavíkur eigi nú að fá að meta það sjálfir hvort það sé ásættanleg áhætta að fara heim og nýta þá innviði, atvinnu og tækifæri sem í boði eru í þessu áður blómlega og vel stæða sveitafélagi. Það er gott fyrir alla, dregur úr þörf á frekari stuðningi og gæti leyst fjárhagsáhyggjur margra. Svo ekki sé minnst á hina andlegu líðan, sem okkur er öllum svo tamt að tala um á tyllidögum. Næstu misseri munu snúast um að halda sterkum loga lifandi í Grindavík með það að markmiði að keyra endurreisnina af stað þegar enn frekar hefur dregið úr óvissunni. Ég hvet núverandi ríkisstjórn eindregið til að standa við stóru orðin, standa með Grindvíkingum með því að gefa þeim skýrari svör og lengri aðlögunartíma og þeim veitt tækifæri til að nýta sitt náttúrlega umhverfi - sitt heimili - til að finna lausn á sínum málum. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa skapað miklar áskoranir fyrir íbúa Grindavíkur og þá sem voru þar með fyrirtæki í rekstri. Verkefni stjórnvalda hefur ekki verið einfalt og ráðamenn þurft að taka stórar og jafnvel umdeildar ákvarðanir. Pólitísk samstaða hefur þó ætíð verið um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að staðið yrði með Grindvíkingum og að bærinn skyldi byggður upp að nýju. Fyrri ríkisstjórn gerði vel með öflugu pólitísku samráði um stærstu málin eins og uppkaup íbúðarhúsnæðis. Kaup Þórkötlu gáfu stærstum hluta íbúa svör um eignir sínar, svör sem gerðu fólki kleift að hjálpa sér sjálf og tryggja fjölskyldu sinni öruggt húsaskjól. Sú mikla óvissa sem ríkt hefur vegna jarðhræringanna hefur eðlilega verið fólki og fyrirtækjum erfið á þeim 16 mánuðum sem nú eru liðnir frá því að Grindavík var rýmd. Fólk hefur síðustu daga og vikur beðið í ofvæni eftir áformum nýrrar ríkisstjórnar. Sérílagi íbúar sem hafa ekki átt tök á að kaupa sér húsnæði utan Grindavíkur á erfiðum markaði suðvesturhornsins og eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem berjast í bökkum við að halda úti rekstri í Grindavík vegna ónothæfs húsnæðis eða skorts á viðskiptavinum. Í gær sýndi ríkisstjórnin loks á spilin, framtíðarplanið var kynnt. Forsætisráðherra sagði að ekki væri kominn tími til að endurreisa Grindavík vegna yfirvofandi hættuástands. Á sama tíma boðaði ráðherra að öll sértæk úrræði fyrir fólkið, sem hefur farið verst út úr jarðhræringunum og stendur í ströngu að leita niðurstöðu í sínum málum, verða felld niður eftir tólf daga. Tilkynnti ráðherrann jafnframt að almenn úrræði skuli nú taka við af þeim sértæku, úrræði sem hvorki íbúar né fyrirtæki vita hvernig eigi að koma til með að gagnast þeim eða hverju þau eiga yfir höfuð að skila. Grindvíkingar kalla eftir því að fá að taka ábyrgð á sér sjálfir. Undirritaður telur því að ríkisstjórnin hefði átt að gefa þeim lengri aðlögunarfrest en sem nemur aðeins tólf heilum dögum áður en sértæku úrræðin falla úr gildi og á sama tíma tækifæri til að aðlagast aðstæðunum í Grindavík. Margir Grindvíkingar vilja enda geta gist heima hjá sér og felst lausnin í því að fá umönnunarsamning við Þórkötlu á húsnæðinu sem þeir neyddust til að selja þegar hættan var sem mest. Grindvíkingar geta enda sjálfir metið hvort þeir vilji flytja heim og þannig séð umsvifin í bænum aukast. Um leið verður frekari grundvöllur fyrir aukna þjónustu og fleiri gestir heimsækja bæinn. Þannig getum við kveikt aftur ljósin í Grindavík. Almannavarnir og stjórnvöld hafa unnið þrekvirki allt frá því gaus fyrst og líf Grindvíkinga breyttist. Nú er kominn tími til að njóta þessarar góðu og öflugu vinnu. Byggðir hafa verið öflugir varnargarðar, vel útfærða rýmingaráætlun er til staðar, jarðskannanir hafa verið framkvæmdar og búið að girða fyrir allar sprungur og holrými. Við erum sífellt minnt á að við búum á Íslandi og um aldir alda höfum við aðlagað okkur að aðstæðum hverju sinni. Ég tel að íbúar Grindavíkur eigi nú að fá að meta það sjálfir hvort það sé ásættanleg áhætta að fara heim og nýta þá innviði, atvinnu og tækifæri sem í boði eru í þessu áður blómlega og vel stæða sveitafélagi. Það er gott fyrir alla, dregur úr þörf á frekari stuðningi og gæti leyst fjárhagsáhyggjur margra. Svo ekki sé minnst á hina andlegu líðan, sem okkur er öllum svo tamt að tala um á tyllidögum. Næstu misseri munu snúast um að halda sterkum loga lifandi í Grindavík með það að markmiði að keyra endurreisnina af stað þegar enn frekar hefur dregið úr óvissunni. Ég hvet núverandi ríkisstjórn eindregið til að standa við stóru orðin, standa með Grindvíkingum með því að gefa þeim skýrari svör og lengri aðlögunartíma og þeim veitt tækifæri til að nýta sitt náttúrlega umhverfi - sitt heimili - til að finna lausn á sínum málum. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun