Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 19. mars 2025 10:31 Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun