Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 06:53 Æfingar hafa staðið yfir á nýja ferlinu en eftir blóðrásardauða þarf að hafa hraðar hendur til að varðveita líffærin. Skjáskot/Landspítali Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf. Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf.
Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira