Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 23:02 Magga Stína lætur ísraelskar leiftursprengjur ekki stoppa sig. Aðsend Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. Samkvæmt nýjustu fregnum hefur ísraelski sjóherinn tekið yfir stjórn á sex skipum flotans hið minnsta og tekið meðal annarra Gretu Thunberg fasta. Áhöfn Conscience er fast á hælunum á þeim skipum sem þegar hafa orðið fyrir árás Ísraela og hefur ekki í hug að snúa við. Fjölmenn mótmæli hafa brotist út víða í Evrópu. Þessi mynd er af mótmælagöngu í Mílanó fyrir skemmstu.AP Aðgerðir Ísraela í kvöld hafa þegar verið fordæmdar víða og út hafa brotist fjölmenn mótmæli á Ítalíu, í Belgíu, Þýskalandi og víðar. Fjölmennasta stéttarfélag Ítalíu hefur boðað allsherjarverkfall og ríkisstjórn Kólumbíu hefur rekið alla starfsmenn ísraelska sendiráðsins úr landi. Í Tórínó hafa stúdentar hertekið háskólabyggingu, í Róm hafa margar þúsundir komið saman fyrir utan skrifstofur ríkisstjórnarinnar í Palazzo Chigi og í Písa og Napólí hafa mótmælendur lokað fyrir umferð lesta. Almennir borgarar leggi líf sitt að veði en ríkisstjórnir lyfti ekki lið Conscience siglir nú meðfram ströndu Pelópsskaga Grikklands á mikilli ferð með 98 heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn, lögmenn og aðgerðasinna um borð. Auk þess er um borð nokkuð af neyðarbirgðum. „Við erum á alþjóðlegu hafsvæði og í fullkomlega lögleglum erindagjörðum sem almennir borgarar. Það eru almennir borgarar sem setja sig í lífshættu til þess að bregðast við glæpi gegn mannkyni. Að yfirvöld sjái sér ekki fært að sinna því er alveg rosalega alvarlegt. Við [Íslendingar] teljum okkur auðvitað alltaf vera svo óviðkomandi heiminum þegar okkur hentar. Svo kemur okkur allt við þegar okkur hentar. En öll yfirvöld bera ábyrgð á sínum borgurum. Það er alveg kristaltært. Það ætti náttúrlega að koma yfirlýsing frá yfirvöldum um hvað þau hyggjast gera ef til þessa kæmi fyrir íslenska borgara,“ segir hún þegar fréttastofa náði tali af henni. Bátarnir verði ekki stöðvaðir Magga Stína segir heiminn horfa upp á þjóðarmorð og aðhafast ekkert. Börnum sé slátrað í beinni útsendingu og slátrarinn taki borgara annarra ríkja, heilbrigðisstarfsmenn og blaðamenn, ítrekað í gíslingu á alþjóðlegu hafsvæði þar sem þau hafa engan rétt til þess. Conscience áður en lagt var úr höfn.Aðsend „Ófrávíkjanlegt markmiðið er að rjúfa herkvína. Þannig að það opnist fyrir neyðaraðstoð. Við erum 98, meginþorrinn er heilbrigðisstarfsfólk og blaðamenn. Það er sérstaklega lögð áhersla á það vegna augljósra ástæðna, sem hluti af þjóðarmorðinu eru þessar stéttir skotmörk,“ segir Magga Stína. „Það er algjör sturlun að aðhafast ekki neitt. Að slíta ekki stjórnmálasambandi, slíta ekki viðskiptasambandi, fordæma þetta þjóðarmorð ekki út í hinsta myrkur og þykjast ætla að velta því fyrir sér hvort einhver dómstóll ætli að úrskurða það í framtíðinni að þetta hafi verið þjóðarmorð. Við erum ekki fífl,“ segir hún. Ísraelski sjóherinn geti ekki stöðvað bátana sem á eftir koma. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Samkvæmt nýjustu fregnum hefur ísraelski sjóherinn tekið yfir stjórn á sex skipum flotans hið minnsta og tekið meðal annarra Gretu Thunberg fasta. Áhöfn Conscience er fast á hælunum á þeim skipum sem þegar hafa orðið fyrir árás Ísraela og hefur ekki í hug að snúa við. Fjölmenn mótmæli hafa brotist út víða í Evrópu. Þessi mynd er af mótmælagöngu í Mílanó fyrir skemmstu.AP Aðgerðir Ísraela í kvöld hafa þegar verið fordæmdar víða og út hafa brotist fjölmenn mótmæli á Ítalíu, í Belgíu, Þýskalandi og víðar. Fjölmennasta stéttarfélag Ítalíu hefur boðað allsherjarverkfall og ríkisstjórn Kólumbíu hefur rekið alla starfsmenn ísraelska sendiráðsins úr landi. Í Tórínó hafa stúdentar hertekið háskólabyggingu, í Róm hafa margar þúsundir komið saman fyrir utan skrifstofur ríkisstjórnarinnar í Palazzo Chigi og í Písa og Napólí hafa mótmælendur lokað fyrir umferð lesta. Almennir borgarar leggi líf sitt að veði en ríkisstjórnir lyfti ekki lið Conscience siglir nú meðfram ströndu Pelópsskaga Grikklands á mikilli ferð með 98 heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn, lögmenn og aðgerðasinna um borð. Auk þess er um borð nokkuð af neyðarbirgðum. „Við erum á alþjóðlegu hafsvæði og í fullkomlega lögleglum erindagjörðum sem almennir borgarar. Það eru almennir borgarar sem setja sig í lífshættu til þess að bregðast við glæpi gegn mannkyni. Að yfirvöld sjái sér ekki fært að sinna því er alveg rosalega alvarlegt. Við [Íslendingar] teljum okkur auðvitað alltaf vera svo óviðkomandi heiminum þegar okkur hentar. Svo kemur okkur allt við þegar okkur hentar. En öll yfirvöld bera ábyrgð á sínum borgurum. Það er alveg kristaltært. Það ætti náttúrlega að koma yfirlýsing frá yfirvöldum um hvað þau hyggjast gera ef til þessa kæmi fyrir íslenska borgara,“ segir hún þegar fréttastofa náði tali af henni. Bátarnir verði ekki stöðvaðir Magga Stína segir heiminn horfa upp á þjóðarmorð og aðhafast ekkert. Börnum sé slátrað í beinni útsendingu og slátrarinn taki borgara annarra ríkja, heilbrigðisstarfsmenn og blaðamenn, ítrekað í gíslingu á alþjóðlegu hafsvæði þar sem þau hafa engan rétt til þess. Conscience áður en lagt var úr höfn.Aðsend „Ófrávíkjanlegt markmiðið er að rjúfa herkvína. Þannig að það opnist fyrir neyðaraðstoð. Við erum 98, meginþorrinn er heilbrigðisstarfsfólk og blaðamenn. Það er sérstaklega lögð áhersla á það vegna augljósra ástæðna, sem hluti af þjóðarmorðinu eru þessar stéttir skotmörk,“ segir Magga Stína. „Það er algjör sturlun að aðhafast ekki neitt. Að slíta ekki stjórnmálasambandi, slíta ekki viðskiptasambandi, fordæma þetta þjóðarmorð ekki út í hinsta myrkur og þykjast ætla að velta því fyrir sér hvort einhver dómstóll ætli að úrskurða það í framtíðinni að þetta hafi verið þjóðarmorð. Við erum ekki fífl,“ segir hún. Ísraelski sjóherinn geti ekki stöðvað bátana sem á eftir koma.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42
Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55