Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 06:53 Æfingar hafa staðið yfir á nýja ferlinu en eftir blóðrásardauða þarf að hafa hraðar hendur til að varðveita líffærin. Skjáskot/Landspítali Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf. Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf.
Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira