Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrir­heit fyrir Fram

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fram - Afturelding Undaúrslit í bikarkeppninni í Handbolta HSÍ
Fram - Afturelding Undaúrslit í bikarkeppninni í Handbolta HSÍ VÍSIR/VILHELM

Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 

Leikurinn var frá fyrstu mínútu algjör sóknarsýning og á sama tíma kennsla í slökum varnarleik.

Stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur og algjör martröð fyrir menn sem vinna við að halda utan um tölfræði.

Bæði lið fengu á sig fullt af vítum og brottvísunum, sem bauð upp á enn meiri markaskorun.

Liðin skiptust nokkrum sinnum á forystunni en leikurinn var í járnum þar til um tíu mínútur voru eftir.

Eyjamenn áttu þá slæman kafla þar sem Andri Erlingsson tapaði boltanum tvisvar í röð og Arnór Máni Daðason, markmaður Fram, tók síðan tvö dauðafæri.

Á þeim tíma var líka besti sóknarmaður ÍBV, Kristófer Ísak, sprunginn og sestur á bekkinn.

Fram nýtti sér tækifærið til að taka afgerandi forystu og ÍBV átti ekki endurkvæmt.

Lokamínúturnar leystist leikurinn upp í algjöra vitleysu og enga markvörslu, þar til lokatölur urðu 43-36.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira