Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2025 12:16 Frjósemi á Norðurlöndunum hefur minnkað á undanförnum árum, líkt og á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2024 var 4.311 sem er lítilsháttar fækkun frá árinu 2023 þegar 4.315 börn fæddust. Frjósemi á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirferð Hagstofunnar á fæðingum síðasta árs. Þar segir að alls hafi fæðst 2.224 drengir og 2.087 stúlkur en það jafngildi 1.066 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2024 var frjósemi kvenna búsettum á Íslandi 1,56 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2023 var frjósemi 1,59 en það er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Frjósemi hefur ekki farið upp fyrir 2,0 hér á landi síðan árið 2012 þegar hún var 2,1. Frjósemi á Norðurlöndunum hefur minnkað á undanförnum árum, líkt og á Íslandi. Á síðasta ári var fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu rúmlega 1,4 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en í Finnlandi var hún komin niður í 1,26 árið 2023. Í Færeyjum og á Grænlandi var frjósemin 1,86 og 1,78 árið 2023 en hún hefur minnkað hratt síðustu ár. Til dæmis var frjósemi í Færeyjum 2,33 árið 2021 og á Grænlandi 2,12 árið 2020. Aldursbundin fæðingartíðni mjög lág á meðal mæðra undir tvítugu Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 3,5 börn á hverjar 1.000 konur sem er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu. Fyrir utan síðustu ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur. Frá árinu 1932 til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni alltaf hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára en árið 2019 varð sú breyting að fæðingartíðnin reyndist hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama átti við um árið 2024 en þá fæddust 102,9 börn á hverjar 1.000 konur á aldursbilinu 30-34 ára en 98,4 á aldursbilinu 25-29 ára. Fæðingartíðni hefur aldrei áður farið undir 100 börn á hverjar 1.000 konur á því aldursbili. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 29,1 ár í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirferð Hagstofunnar á fæðingum síðasta árs. Þar segir að alls hafi fæðst 2.224 drengir og 2.087 stúlkur en það jafngildi 1.066 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2024 var frjósemi kvenna búsettum á Íslandi 1,56 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2023 var frjósemi 1,59 en það er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Frjósemi hefur ekki farið upp fyrir 2,0 hér á landi síðan árið 2012 þegar hún var 2,1. Frjósemi á Norðurlöndunum hefur minnkað á undanförnum árum, líkt og á Íslandi. Á síðasta ári var fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu rúmlega 1,4 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en í Finnlandi var hún komin niður í 1,26 árið 2023. Í Færeyjum og á Grænlandi var frjósemin 1,86 og 1,78 árið 2023 en hún hefur minnkað hratt síðustu ár. Til dæmis var frjósemi í Færeyjum 2,33 árið 2021 og á Grænlandi 2,12 árið 2020. Aldursbundin fæðingartíðni mjög lág á meðal mæðra undir tvítugu Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 3,5 börn á hverjar 1.000 konur sem er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu. Fyrir utan síðustu ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur. Frá árinu 1932 til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni alltaf hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára en árið 2019 varð sú breyting að fæðingartíðnin reyndist hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama átti við um árið 2024 en þá fæddust 102,9 börn á hverjar 1.000 konur á aldursbilinu 30-34 ára en 98,4 á aldursbilinu 25-29 ára. Fæðingartíðni hefur aldrei áður farið undir 100 börn á hverjar 1.000 konur á því aldursbili. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 29,1 ár í fyrra,“ segir í tilkynningunni.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira