„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 18:19 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40