„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 18:19 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Keflavík - Valur | Slegist um seinna sætið í úrslitaleik Körfubolti Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Sjá meira
Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Keflavík - Valur | Slegist um seinna sætið í úrslitaleik Körfubolti Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Sjá meira
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40