Fótbolti

Sara Björk fyrir­liði í súru tapi í bikarúr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið Al Qadsiah í úrslitaleiknum.
Byrjunarlið Al Qadsiah í úrslitaleiknum. Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Al Qadsiah þegar liðið mætti Al Ahli í úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Sádi-Arabíu. Eftir að komast yfir máttu Sara Björk og stöllur þola súrt 2-1 tap.

Sara Björk bar fyrirliðabandið hjá Al Qadsiah og virðist hafa leikið í miðverði í leiknum ef marka má vefsíðuna Soccerway. Eftir góða byrjun komst Al Qadsiah yfir á 18. mínútu þegar Rahf Al Mansury kom boltanum í netið eftir sendingu Bayan Mohammed.

Það reyndist eina mark fyrri hálfleik en Al Ahli jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Al Ahli það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 og Al Ahli bikarmeistari kvenna í Sádi-Arabíu.

Sara Björk nældi sér í gult spjald á 94. mínútu leiksins. Leikinn í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×