Jordan keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2005. Meðal þekktra ökumanna sem kepptu fyrir liðið má nefna bræðurna Michael og Ralf Schumacher, Damon Hill, Eddie Irvine, Jarno Trulli og Rubens Barichello.
Lið Jordan tók alls þátt í 250 keppnum og vann fjórar þeirra. Besti árangur liðsins í keppni bílasmiða var 3. sæti 1999. Sama ár endaði Heinz-Harald Frentzen, ökumaður Jordan, í 3. sæti í keppni ökuþóra.
Eftir að Jordan seldi Jordan 2005 gerðist hann álitsgjafi um Formúlu 1 í sjónvarpi fyrir BBC og Channel Four og lá sjaldnast á skoðunum sínum.
Jordan var einnig umboðsmaður bílahönnuðarins Adrians Newey, keypti ruðningsfélagið London Irish og átti hlut í fótboltafélaginu Celtic.