Púllarinn dregur sig úr hópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 12:33 Ryan Gravenberch er haldinn aftur til Liverpool-borgar og sinnir nú endurhæfingu í von um að ná leik Liverpool og Everton eftir tvær vikur. Getty/Andrew Powell Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Hollands vegna meiðsla. Meiðslin eru að líkindum ekki alvarleg en hann hefur verið máttarstólpi á miðju enska liðsins í vetur. Holland á fyrir höndum tveggja leikja einvígi við Spán í átta-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í kvöld á De Kuip-vellinum í Rotterdam. Gravenberch tekur ekki þátt en hann meiddist í úrslitaleik deildabikarsins milli Liverpool og Newcastle síðustu helgi. Liverpool tapaði leiknum 2-1 og er úr leik í öllum útsláttarkeppnum eftir tap fyrir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar örfáum dögum fyrr. Miðjumaðurinn finnur enn til vegna meiðsla sem hann verð fyrir um helgina. Þau gera að verkum að hann getur ekki tekið þátt í komandi leikjum við Spán, segir í yfirlýsingu hollenska knattspyrnusambandsins. Gravenberch varð fyrir þónokkrum meiðslum á síðustu leiktíð, hans fyrstu í Bítlaborginni, og gekk illa að fóta sig. Hann hefur aftur á móti slegið í gegn í ár og reynst einn mikilvægasti leikmaður liðsins undir stjórn landa hans Arne Slot. Liverpool hefur gengið vonum framar í ensku úrvalsdeildinni og virðist hreinlega tímaspursmál hvenær liðið tryggir sér Englandsmeistaratitilinn. Gravenberch hefur spilað 41 leik í öllum keppnum með Liverpool á leiktíðinni en meiðslin gætu haldið honum frá næsta leik liðsins, grannaslag við Everton 2. apríl næst komandi. Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Holland á fyrir höndum tveggja leikja einvígi við Spán í átta-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í kvöld á De Kuip-vellinum í Rotterdam. Gravenberch tekur ekki þátt en hann meiddist í úrslitaleik deildabikarsins milli Liverpool og Newcastle síðustu helgi. Liverpool tapaði leiknum 2-1 og er úr leik í öllum útsláttarkeppnum eftir tap fyrir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar örfáum dögum fyrr. Miðjumaðurinn finnur enn til vegna meiðsla sem hann verð fyrir um helgina. Þau gera að verkum að hann getur ekki tekið þátt í komandi leikjum við Spán, segir í yfirlýsingu hollenska knattspyrnusambandsins. Gravenberch varð fyrir þónokkrum meiðslum á síðustu leiktíð, hans fyrstu í Bítlaborginni, og gekk illa að fóta sig. Hann hefur aftur á móti slegið í gegn í ár og reynst einn mikilvægasti leikmaður liðsins undir stjórn landa hans Arne Slot. Liverpool hefur gengið vonum framar í ensku úrvalsdeildinni og virðist hreinlega tímaspursmál hvenær liðið tryggir sér Englandsmeistaratitilinn. Gravenberch hefur spilað 41 leik í öllum keppnum með Liverpool á leiktíðinni en meiðslin gætu haldið honum frá næsta leik liðsins, grannaslag við Everton 2. apríl næst komandi.
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira