Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Árni Sæberg skrifar 20. mars 2025 14:43 Agnes Kristínardóttir er yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21