Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 20:30 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/arnar Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu. Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira