Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 13:00 Hermenn fyrir utan forsetahöllina í Khartoum. AP/Her Súdan Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu. Súdan Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu.
Súdan Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira