Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2025 12:30 Eiríkur Bergmann er stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira