Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 13:00 Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsugæsla Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun