„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 14:27 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að mennta- og barnamálaráðherra hafi bankað upp á hjá konu sem óskaði eftir fundi um ráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti barna- og menntamálaráðherra hafi verið meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Næstu skref séu einfaldlega þau að Flokkur fólksins velji sér nýjan ráðherra. Kristrún ræddi við fjölmiðla ásamt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að loknum ríkisstjórnarfundi. Ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður heyrði í öðrum aðstoðarmanni Kristrún sagði að á þeim tíma sem bréf barst frá fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu hafi ekki þótt rétt að veita fund með forsætisráðherra þegar fundarbeiðnin barst. Ekki hefði verið tekin afstaða til málsins. Kristrún rifjaði upp að tölvupóstur hefði borist í forsætisráðuneytið þar sem var óskað eftir fundi með forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra. Þegar ekkert komi fram um fundarefni væri ekkert óeðlilegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra hefði samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og segði að áhugi væri á fundi sem mennta- og barnamálaráðherra mætti sitja, og benda á nafn þess sem sendir. Hvort ráðherra kannaðist við viðkomandi. Rétt er að taka fram að Ásthildur Lóa hefur sagt aðstoðarmann Kristrúnar hafa sýnt henni erindi konunnar í persónu. „Þær upplýsingar bárust til ráðherra hvort heldur sem er og nú ætla ég ekki að fara í hártoganir, hvort þetta hafi borist ráðherra beint eða aðstoðarmanni,“ sagði Kristrún innt eftir svörum um þetta misræmi í frásögnum forsætisráðuneytisins annars vegar og Ásthildar Lóu hins vegar. Kom henni á óvart Greint hefur verið frá því að eftir að Ásthildur Lóa fékk veður af erindi konunnar hafi hún haft samband við hana símleiðis og þegar það gekk ekki bankað upp á heima hjá henni. Kristrún var spurð hvort henni þætti þetta eðlileg viðbrögð. „Þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju né vitneskju neins innan míns ráðuneytis. Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð.“ Ítrekaði að vika væri síðan málið kom inn í ráðuneytið Kristrún segir að ákveðið hafi verið að hafna beiðni konunnar um fund með forsætisráðherra enda hafi þótt eðlilegt að málið færi í eðlilegan farveg áður en að því kæmi. Það sé víða farvegur, hvort sem það er í stjórnsýslunni, í fjölmiðlum, í gegnum lögræðinga eða eftir öðrum leiðum til þess að koma hlutum á framfæri. „Það er ekki endilega fyrsta stopp þegar svona mál koma upp, að fá einkafund með forsætisráðherra. Málið var hins vegar ekki afgreitt, það var ekki tekin afstaða til málsins, það er enn þá opið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Ég ítreka það hérna inni, það er vika síðan þetta mál inn í ráðuneytið og núna hefur ráðherra sagt af sér.“ Hver eru næstu skref ráðuneytisins? „Ráðherra er búinn að segja af sér, hún hefur sætt pólitískri ábyrgð, hún hefur sagt upp hjá ríkisstjórn Íslands.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30 „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45 Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. 21. mars 2025 12:30
„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21. mars 2025 12:45
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57