„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 12:45 Inga Sæland segir málið mannlegan harmleik. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira