Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 19:15 Finnur Freyr stýrir Val í bikarúrslitum við KR á morgun en árið 2018 horfði hann vonleysisaugum á þáverandi lið sitt KR skíttapa í bikarúrslitum. Vísir/Samsett Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum