Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2025 11:03 Denis með sósuna. Aðsend Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. „Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og er að spila í Smekkleysu og á sama tíma að kynna sterku sósuna mína, Sambal Pa Ti, því mig langar að koma henni í sölu og finna staði til að selja hana á,“ segir Denis en hann spilar tónlist undir nafninu Dfind eða papi chino. Hann hefur síðustu átján ár unnið sem plötusnúður í Sviss og hefur í gegnum tíðina flakkað á milli tónlistarstefna og spilar allt frá Global bass, Jungle, Latin club yfir í það sem hann kallar Diggers delight. Á sunnudag, í Smekkleysu, ætlar hann að spila „spicy“ tónlist eða tónlistartegundir frá ólíkum löndum þar sem sterk krydd eru áberandi í matargerð. Hægt verður á sama tíma að smakka sósuna. Sósan verður til sölu á viðburðinum. Aðsend Uppskriftin frá ömmu „Sósan er miðlungssterk, grunnurinn er úr tómötum og mér finnst best að setja hana á alls konar pasta- og hrísgrjónarétti. En það er í raun hægt að nota hana á hvað sem er. Það er hægt að setja hana á pizzu. Grunnurinn er úr tómötum og því hægt að nota hana í alla rétti sem byggja á þeim,“ segir Denis. Denis hefur spilað víða í Evrópu síðustu 18 árin. Aðsend Á viðburðinum verður snarl í boði til að smakka sósuna með, svo fólk borði hana ekki eintóma. „Það verður líka sterk útgáfa í boði fyrir fagmennina,“ segir Denis léttur. Uppskriftina að sósunni þróaði Denis með pabba sínum í fyrra en hún er byggð á uppskrift frá föðurömmu hans. „Amma var alltaf að búa til sínar eigin sósur. Hún ræktaði sitt eigið chili. Ömmur mínar og afar í báðar áttir elska sterkan mat. Pabbi elskar líka að búa til sambal og ég man ekki eftir öðru en að hann hafi búið til sínar eigin sósur. Ég stakk svo upp á því í fyrra að við gerðum eina góða saman og ég myndi skrifa niður uppskriftina,“ segir Denis. Afraksturinn er svo Sambal Pa Ti sem hann kynnir á sunnudag. „Ég var að selja hana í Sviss og langar að gera það sama hér,“ segir Denis. Margar ólíkar tegundir af sambal Denis útskýrir að sambal sé sterk sósa frá Indónesíu. Til eru margar tegundir af sambal. „Þegar þú sérð orðið sambal veistu að sósan er frá Indónesíu. Sambal oelek er algengust en það er líka til sambal bajak og sambal manis til dæmis. Það eru ólíkar tegundir sambals og sumar eru sterkari og sumar sætari. Sósan mín heitir svo Sambal Pa Ti. Eins og lagið með Santana, Samba Pati, lag sem amma mín elskaði og pabbi, en svo hljómar það líka eins og Sambal partí, og þess vegna heitir sósan það,“ segir Denis. Viðburðurinn hefst á sunnudag klukkan 13 í Smekkleysu og stendur til 22. Denis segir best fyrir fólk að koma snemma eða um eftirmiðdaginn vilji það smakka sósuna. Hann byrjar að spila tónlist um 13 og svo seinni partinn og um kvöldið verða vinnustofur fyrir plötusnúða og mögulegt fyrir áhugasama plötusnúða að spila sína tónlist. „Það er í raun annar viðburður sem tekur við af mínum. En það verður tónlist, matur og þetta verður partý.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Indónesía Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira