Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. mars 2025 16:02 Róbert Spanó heimsótti Úkraínu í vikunni en hann er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. Róbert Spanó, er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu, en verkefnið hefur það að markmiði að gera Úkraínumönnum kleift að skrásetja og sækja bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir sem rekja má til innrásarstríðs Rússa. „Við erum hér stödd í Kænugarði, stjórn tjónaskrárinnar, til þess að funda með innlendum stjórnvöldum auk þess að hitta fórnarlömb þeirra sem hafa orðið fyrir árásum Rússa í Úkraínu. Við erum hér til þess að kynna starf okkar, til þess að reyna að fá Úkraínumenn til þess að sækja um í tjónaskrána með því að leggja fram beiðnir ef þeir hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu í Kænugarði í vikunni. Mannslát, kynferðisofbeldi og pyndingar meðal málaflokka Nefndin fundaði meðal annars með forsætisráðherra Úkraínu og opnað var fyrir umsóknir í nýja málaflokka, en allir þeir sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásarinnar geta leitað í tjónaskrána. „Við byrjuðum á því að opna fyrir umsóknir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna skaða á húsum, fasteignum og svo framvegis. Nú erum við búin að opna fyrir málaflokka eins og mannslát í fjölskyldum, einstaklinga sem hafa horfið og erum að opna í dag fyrir þá sem hafa orðið fyrir pyndingum og kynferðislegu ofbeldi,“ segir Róbert. Gríðarlegar fjárhæðir og snertir marga Ljóst sé þegar að tjónið sé gífurlegt og snertir marga. „Við erum að áætla að á endanum gætu tjónsbeiðnir verið á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna og áætlað tjón Úkraínu í þessu stríði er að nálgast 750 til 800 milljarða dollara. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og margir einstaklingar sem hafa orðið fyrir tjóni nú þegar af þessu stríði.“ Hefur þú væntingar um að þetta beri árangur og kannski í sögulegu samhengi, hefur eitthvað sambærilegt verið gert áður? „Það hafa verið til staðar og settar á laggirnar tjónaskrár ýmiss konar, en aldrei eins og þessi sem var stofnsett á meðan á stríðinu stendur. Þetta er sögulegt verkefni. það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar verkefni, það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar hlutverk er fyrst og fremst að safna öllum tjónsbeiðnum, og síðan er það auðvitað pólitísk spurning hvernig bætur verða greiddar út, en ég væri ekki að standa í þessu nema ég tryði á það að nú væri kominn tími í okkar heimssögu að þeir sem að verða fyrir þessum hræðulegu atburðum vegna innrásar af þessu tagi, að þeir fái tjón sitt bætt,“ segir Róbert. Hafi að geyma mikilvægar heimildir Telur þú einhverjar líkur á því að Rússar verði reiðubúnir til þess að greiða bætur eða að fundin verði einhver leið til þess að einhverjar bætur verði greiddar? „Ég held mig við mitt starf sem er starf sérfræðings sem er að stýra þessu starfi. Það er auðvitað pólitísk spurning. En ég væri ekki í þessu nema að ég tryði á það að á endanum yrði pólitískur þrýstingur á að leysa þetta með þeim hætti að Rússar yrðu að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið,“ segir Róbert. Burt séð frá því hvernig fer með hugsanlega greiðslu bóta, segir Róbert ljóst að tjónaskráin muni geyma mikilvægar heimildir um það sem hefur átt sér stað í stríðinu. „Tvímælalaust, eins og ég hef sagt á fundum og fjölmörg erindi sem ég hef flutt um þessa tjónaskrá. Við erum að safna saman grunni heimilda og upplýsinga sem munu nýtast hvernig sem fer í framtíðinni.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Róbert Spanó, er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu, en verkefnið hefur það að markmiði að gera Úkraínumönnum kleift að skrásetja og sækja bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir sem rekja má til innrásarstríðs Rússa. „Við erum hér stödd í Kænugarði, stjórn tjónaskrárinnar, til þess að funda með innlendum stjórnvöldum auk þess að hitta fórnarlömb þeirra sem hafa orðið fyrir árásum Rússa í Úkraínu. Við erum hér til þess að kynna starf okkar, til þess að reyna að fá Úkraínumenn til þess að sækja um í tjónaskrána með því að leggja fram beiðnir ef þeir hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu í Kænugarði í vikunni. Mannslát, kynferðisofbeldi og pyndingar meðal málaflokka Nefndin fundaði meðal annars með forsætisráðherra Úkraínu og opnað var fyrir umsóknir í nýja málaflokka, en allir þeir sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásarinnar geta leitað í tjónaskrána. „Við byrjuðum á því að opna fyrir umsóknir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna skaða á húsum, fasteignum og svo framvegis. Nú erum við búin að opna fyrir málaflokka eins og mannslát í fjölskyldum, einstaklinga sem hafa horfið og erum að opna í dag fyrir þá sem hafa orðið fyrir pyndingum og kynferðislegu ofbeldi,“ segir Róbert. Gríðarlegar fjárhæðir og snertir marga Ljóst sé þegar að tjónið sé gífurlegt og snertir marga. „Við erum að áætla að á endanum gætu tjónsbeiðnir verið á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna og áætlað tjón Úkraínu í þessu stríði er að nálgast 750 til 800 milljarða dollara. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og margir einstaklingar sem hafa orðið fyrir tjóni nú þegar af þessu stríði.“ Hefur þú væntingar um að þetta beri árangur og kannski í sögulegu samhengi, hefur eitthvað sambærilegt verið gert áður? „Það hafa verið til staðar og settar á laggirnar tjónaskrár ýmiss konar, en aldrei eins og þessi sem var stofnsett á meðan á stríðinu stendur. Þetta er sögulegt verkefni. það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar verkefni, það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar hlutverk er fyrst og fremst að safna öllum tjónsbeiðnum, og síðan er það auðvitað pólitísk spurning hvernig bætur verða greiddar út, en ég væri ekki að standa í þessu nema ég tryði á það að nú væri kominn tími í okkar heimssögu að þeir sem að verða fyrir þessum hræðulegu atburðum vegna innrásar af þessu tagi, að þeir fái tjón sitt bætt,“ segir Róbert. Hafi að geyma mikilvægar heimildir Telur þú einhverjar líkur á því að Rússar verði reiðubúnir til þess að greiða bætur eða að fundin verði einhver leið til þess að einhverjar bætur verði greiddar? „Ég held mig við mitt starf sem er starf sérfræðings sem er að stýra þessu starfi. Það er auðvitað pólitísk spurning. En ég væri ekki í þessu nema að ég tryði á það að á endanum yrði pólitískur þrýstingur á að leysa þetta með þeim hætti að Rússar yrðu að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið,“ segir Róbert. Burt séð frá því hvernig fer með hugsanlega greiðslu bóta, segir Róbert ljóst að tjónaskráin muni geyma mikilvægar heimildir um það sem hefur átt sér stað í stríðinu. „Tvímælalaust, eins og ég hef sagt á fundum og fjölmörg erindi sem ég hef flutt um þessa tjónaskrá. Við erum að safna saman grunni heimilda og upplýsinga sem munu nýtast hvernig sem fer í framtíðinni.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira