Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. mars 2025 21:31 Henry Alexander Henryson siðfræðingur. vísir/vilhelm Siðfræðingur segist ekki muna eftir máli þar sem minni vafi lék á um hvort ráðherra ætti að segja af sér eður ei, það hafi verið það eina í stöðunni. Barnamálaráðherra hafi verið búinn að missa allan trúverðugleika í embætti, best hefði verið að taka ekki við embættinu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem barnamálaráðherra í gær í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast son með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér snemma í morgun hafnaði hún alfarið ásökunum um tálmun og tók fyrir það að hún hafi verið leiðbeinandi hjá Trú og líf á umræddum tíma sem hún kynntist barnsföður sínum. Hún líkti einnig ágengni barnsföður síns í aðdraganda getnaðar við umsáturseinelti. Málið kom á borð forsætisráðuneytisins fyrir tilstilli fyrrverandi tengdamóður barnsföðurins. Maðurinn sem um ræðir heitir Eiríkur Ásmundsson, framkvæmdastjóri sem er nú á sextugsaldri. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vitað af erindinu og að hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. „Mannlegur harmleikur“ Formenn ríkisstjórnaflokkana ræddu við fjölmiðla í dag þar sem forsætisráðherra sagði engan trúnaðarbrest hafa átt sér stað. Óeðlilegt hafi verið að reyna setja sig í samband við fyrrverandi tengdamóður barnsföðurins. „Þetta kom mér verulega á óvart, þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju og ekki með vitneskju neins innan míns ráðuneytis.“ Formaður Flokk fólksins sagði það Ásthildar að meta hvort henni væri stætt áfram sem þingmanni. „Ásthildur Lóa á minn huga allan núna og ég sendi henni kærleikskveðjur og þetta er mannlegur harmleikur sem er hér um að ræða. Við hérna fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling mulinn mélinu smærra.“ Alls ekki aðkallandi að segja af sér þingmennsku Siðfræðingur segir að best hefði verið ef fráfarandi barnamálaráðherra hefði aldrei tekið við embættinu. „Ég hef kallað það svolítið dómgreindarleysi. Það er með öll svona mál sem ég kenni svolítið við beinagrindur. Það er betra að láta þessi atriði koma fram og kynna þau fyrir fólki. Auðvitað er þetta erfitt og það er erfið persónuleg saga þarna. En þarna hefði þetta mál þurft að koma fram um leið og þetta embættið barst til tals.“ Að hans mati væri um aðra sögu að ræða ef Ásthildur sæti í öðru ráðuneyti og finnst honum alls ekki aðkallandi að Ásthildur segi af sér þingmennsku. Yfirlýsingin hafi ekki verið til þess gerð að hjálpa málstað hennar. „Ég hefði frekar ráðlegt henni að sleppa henni. Við ættum líka öll að passa okkur að vera ekki mikið að smjatta á þessu. Þetta er ekki tíminn fyrir Þórðargleði eða að vera smjatta á svona sögum. Þessi atriði sem hún vara að draga fram í morgun í sinni yfirlýsingu frekar flækja málin en að skýra það. Auðvitað voru þetta aðrir tímar og þetta er langt síðan. Þetta er örugglega erfið persónuleg reynsla fyrir alla þarna og þetta er mjög, þannig séð, flókið mál. Auðvitað er þetta skiljanlegt að einhverju leyti í ljósi tíðarandans þá og í hvaða aðstæðum þau voru sem ungt fólk.“ Bæði Ásthildur Lóa og Inga Sæland hafa sagt núverandi fjölmiðlaumhverfi hafa þau áhrif að henni væri ekki stætt í embætti. Að mati Henry skjóti það skökku við. „Þetta er ekki vegna þess að fjölmiðlar eru þarna úti og munu fjalla um þetta. Þetta er spurning um trúverðugleika hennar í embættinu. Það er það sem þetta snýst um.“ Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem barnamálaráðherra í gær í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast son með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér snemma í morgun hafnaði hún alfarið ásökunum um tálmun og tók fyrir það að hún hafi verið leiðbeinandi hjá Trú og líf á umræddum tíma sem hún kynntist barnsföður sínum. Hún líkti einnig ágengni barnsföður síns í aðdraganda getnaðar við umsáturseinelti. Málið kom á borð forsætisráðuneytisins fyrir tilstilli fyrrverandi tengdamóður barnsföðurins. Maðurinn sem um ræðir heitir Eiríkur Ásmundsson, framkvæmdastjóri sem er nú á sextugsaldri. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vitað af erindinu og að hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. „Mannlegur harmleikur“ Formenn ríkisstjórnaflokkana ræddu við fjölmiðla í dag þar sem forsætisráðherra sagði engan trúnaðarbrest hafa átt sér stað. Óeðlilegt hafi verið að reyna setja sig í samband við fyrrverandi tengdamóður barnsföðurins. „Þetta kom mér verulega á óvart, þetta kom mér verulega á óvart. Þetta var ekki gert með minni vitneskju og ekki með vitneskju neins innan míns ráðuneytis.“ Formaður Flokk fólksins sagði það Ásthildar að meta hvort henni væri stætt áfram sem þingmanni. „Ásthildur Lóa á minn huga allan núna og ég sendi henni kærleikskveðjur og þetta er mannlegur harmleikur sem er hér um að ræða. Við hérna fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling mulinn mélinu smærra.“ Alls ekki aðkallandi að segja af sér þingmennsku Siðfræðingur segir að best hefði verið ef fráfarandi barnamálaráðherra hefði aldrei tekið við embættinu. „Ég hef kallað það svolítið dómgreindarleysi. Það er með öll svona mál sem ég kenni svolítið við beinagrindur. Það er betra að láta þessi atriði koma fram og kynna þau fyrir fólki. Auðvitað er þetta erfitt og það er erfið persónuleg saga þarna. En þarna hefði þetta mál þurft að koma fram um leið og þetta embættið barst til tals.“ Að hans mati væri um aðra sögu að ræða ef Ásthildur sæti í öðru ráðuneyti og finnst honum alls ekki aðkallandi að Ásthildur segi af sér þingmennsku. Yfirlýsingin hafi ekki verið til þess gerð að hjálpa málstað hennar. „Ég hefði frekar ráðlegt henni að sleppa henni. Við ættum líka öll að passa okkur að vera ekki mikið að smjatta á þessu. Þetta er ekki tíminn fyrir Þórðargleði eða að vera smjatta á svona sögum. Þessi atriði sem hún vara að draga fram í morgun í sinni yfirlýsingu frekar flækja málin en að skýra það. Auðvitað voru þetta aðrir tímar og þetta er langt síðan. Þetta er örugglega erfið persónuleg reynsla fyrir alla þarna og þetta er mjög, þannig séð, flókið mál. Auðvitað er þetta skiljanlegt að einhverju leyti í ljósi tíðarandans þá og í hvaða aðstæðum þau voru sem ungt fólk.“ Bæði Ásthildur Lóa og Inga Sæland hafa sagt núverandi fjölmiðlaumhverfi hafa þau áhrif að henni væri ekki stætt í embætti. Að mati Henry skjóti það skökku við. „Þetta er ekki vegna þess að fjölmiðlar eru þarna úti og munu fjalla um þetta. Þetta er spurning um trúverðugleika hennar í embættinu. Það er það sem þetta snýst um.“
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira