Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 20:23 Ólöf Björnsdóttir segist hafa sent erindið til forsætisráðherra í trúnaði. Skjáskot/RÚV Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21
„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27
Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59