Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2025 11:02 Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu vísir/Anton Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Sjá meira