George Foreman er látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 07:45 Einn sá allra höggþyngsti, George Foreman. Getty Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty Andlát Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty
Andlát Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira