Yfir 1.300 flugferðum til og frá Heathrow var aflýst og 120 vélar sem voru í loftinu þegar vellinum var lokað neyddust til að lenda annars staðar, til að mynda á Gatwick.
Í tilkynningu frá Heathrow segir að búið sé að opna flugvöllinn á nýjan leik og öll starfsemi sé með eðlilegum hætti.
Starfsfólk vinni hörðum höndum við að aðstoða fólk sem missti af flugum sínum í gær.
Hundruðir aukastarfsmanna hafi verið kallaðir til og fjölmörgum flugum hafi verið bætt við áætlun dagsins, til að sinna þeim 10 þúsund farþegum sem misstu af flugum sínum í gær.