Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 12:01 Þórir mun takast á við Valsmenn í dag, með titil í húfi. Vísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“ KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“
KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti