Fótbolti

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Byrjunarlið undir 19 ára landsliðs Íslands.
Byrjunarlið undir 19 ára landsliðs Íslands.

Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

Undir 17 ára landsliðið tapaði 2-1 gegn Belgíu í öðrum leik sínum í seinni umferð undankeppni EM. Með úrslitunum er ljóst að Ísland kemst ekki áfram í lokakeppnina.

Egill Arnarsson skoraði mark Íslands og jafnaði leikinn eftir að August De Wannemacker hafði komið Belgum yfir en Nathan De Cat setti síðan sigurmarkið á 83. mínútu.

Byrjunarlið undir 17 ára landsliðs Íslands.

Undir 19 ára landsliðið tapaði 3-1 gegn Austurríki í öðrum leik sínum í milliriðlum undankeppni EM 2025 og líkt hjá 17 ára landsliðinu er nú ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. 

Daði Berg Jónsson, leikmaður Vestra á láni frá Víkingi, skoraði mark Íslands á 45. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×