Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 17:09 Smjörklípukallarnir tveir, Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson, ásamt Áslaugu Örnu. Vísir/Sara Rut Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni. Smjörklípuaðferðin svokallaða gengur út á að ófrægja andstæðinga, klína á þá smjörklípu, sína til þess að komast hjá því að takast á um málefni, eins og Halli nokkur orðar það í bloggfærslu á Tungutaki. Þannig geta menn klínt smjörklípu á andstæðinga sína til að afvegaleiða umræðuna og beina athyglinni frá stórum málum. Hugtakið er raunar komið frá ömmu Davíðs Oddsonar segir Halli, eða öllu heldur ömmu hans og ketti hennar. „Davíð hafði í sjónvarpsviðtali lýst því að móðir hans hefði notað þá aðferð þegar kisan á heimilinu lét ófriðlega að klína á hana smjörklípu og hafi kötturinn þá orðið svo upptekinn að hreinsa sig að ekki hefði annað komist að hjá honum og friður komist á meðan á hreinsuninni stóð sem gat tekið býsna langan tíma. Þetta notaði Davíð svo í yfirfærðri merkingu um það að þegar menn lentu í vondri stöðu þá klíndu þeir einhverju á andstæðinginn til að gera hann upptekinn við að verja sig." Lét andstæðingana eltast við skottið á sér Jón Baldvin Hannibalsson reit pistil á Eyjuna árið 2009 undir yfirskriftinni „Um smjörklípukenninguna og Seðlabankastjórann“ er honum fannst tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs, sem þá var Seðlabankastjóri, og ketti hennar. Sögum fer ekki saman milli Jóns og Halla hvort konan hafi verið móðir eða amma Davíðs. „Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:“ „Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum“ Þá velti Ágúst Ólafur Ágústsson því fyrir sér árið 2006 hvort ákvörðun um hvalveiðar væri smjörklípuaðferð. „Á meðan Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt.“ „Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.“ Ekki fyrsta smjörklípa Össurar Ljóst er að umræða um smjörklípuaðferðir- og menn lifir enn góðu lífi í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir að Davíð Oddsson hafi kvatt beina þátttöku í stjórnmálum fyrir tveimur áratugum síðan. Eins og frægt er orðið spratt umræða um smjörklípur síðast upp í gær þegar Áslaug Arna kallaði Össur „þrautreyndan smjörklípumann“ þegar hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Áslaugar Örnu í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu. Áslaug Arna er ekki sú fyrsta sem sakar Össur um að hafa klínt á sig smjörklípu. Rúmt ár er síðan Hildur Sverrisdóttir kvaðst upp með sér að fá að vera andlag smjörklípu Össurar. Þá hafði Össur skrifað langa grein um möguleg formannsefni Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og allt kastljós fjölmiðla beindist að óeiningu innan Samfylkingarinnar um ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendur og landamæraeftirlit. Fréttaskýringar Íslensk tunga Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Smjörklípuaðferðin svokallaða gengur út á að ófrægja andstæðinga, klína á þá smjörklípu, sína til þess að komast hjá því að takast á um málefni, eins og Halli nokkur orðar það í bloggfærslu á Tungutaki. Þannig geta menn klínt smjörklípu á andstæðinga sína til að afvegaleiða umræðuna og beina athyglinni frá stórum málum. Hugtakið er raunar komið frá ömmu Davíðs Oddsonar segir Halli, eða öllu heldur ömmu hans og ketti hennar. „Davíð hafði í sjónvarpsviðtali lýst því að móðir hans hefði notað þá aðferð þegar kisan á heimilinu lét ófriðlega að klína á hana smjörklípu og hafi kötturinn þá orðið svo upptekinn að hreinsa sig að ekki hefði annað komist að hjá honum og friður komist á meðan á hreinsuninni stóð sem gat tekið býsna langan tíma. Þetta notaði Davíð svo í yfirfærðri merkingu um það að þegar menn lentu í vondri stöðu þá klíndu þeir einhverju á andstæðinginn til að gera hann upptekinn við að verja sig." Lét andstæðingana eltast við skottið á sér Jón Baldvin Hannibalsson reit pistil á Eyjuna árið 2009 undir yfirskriftinni „Um smjörklípukenninguna og Seðlabankastjórann“ er honum fannst tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs, sem þá var Seðlabankastjóri, og ketti hennar. Sögum fer ekki saman milli Jóns og Halla hvort konan hafi verið móðir eða amma Davíðs. „Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:“ „Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum“ Þá velti Ágúst Ólafur Ágústsson því fyrir sér árið 2006 hvort ákvörðun um hvalveiðar væri smjörklípuaðferð. „Á meðan Einar K. Guðfinnsson situr í Kastljósinu og ræðir hvalveiðar er að minnsta kosti aðeins búið að kæla niður í hlerunarmálinu sem var orðið ríkisstjórninni verulega óþægilegt.“ „Allt finnst mér þetta lykta af smjörklípuaðferðinni sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti þjóðina um að hann hefði haft sérstakt dálæti á í forsætisráðherratíð sinni. Þá dunda menn sér við eitthvað annað og umræðan fer aðeins af sporinu.“ Ekki fyrsta smjörklípa Össurar Ljóst er að umræða um smjörklípuaðferðir- og menn lifir enn góðu lífi í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir að Davíð Oddsson hafi kvatt beina þátttöku í stjórnmálum fyrir tveimur áratugum síðan. Eins og frægt er orðið spratt umræða um smjörklípur síðast upp í gær þegar Áslaug Arna kallaði Össur „þrautreyndan smjörklípumann“ þegar hann sagði að rannsaka þyrfti þátt Áslaugar Örnu í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu. Áslaug Arna er ekki sú fyrsta sem sakar Össur um að hafa klínt á sig smjörklípu. Rúmt ár er síðan Hildur Sverrisdóttir kvaðst upp með sér að fá að vera andlag smjörklípu Össurar. Þá hafði Össur skrifað langa grein um möguleg formannsefni Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og allt kastljós fjölmiðla beindist að óeiningu innan Samfylkingarinnar um ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendur og landamæraeftirlit.
Fréttaskýringar Íslensk tunga Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00 „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43 Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð Össur Skarphéðinsson segir að ummæli forsætisráðherra í Sprengisandi virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. 6. janúar 2015 07:00
„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. 22. mars 2025 19:43
Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. 22. mars 2025 18:34