Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 07:02 Kristinn Albertsson var nýlega kjörinn formaður KKÍ. Sagan af vinsældalistanum var sögð í sigurræðunni. Vísir/Sigurjón Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Kristinn var framkvæmdastjóri KKÍ fyrir tæpum þremur áratugum síðan og sagan sem hann sagði er frá þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru öll sérsambönd með skrifstofur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Eins og þið þekkið þegar kollegar, eða samkeppnisaðilar að einhverju leiti, hittast. Þá er svona verið að gorta sig af hinu og þessu. Handboltinn var sérstaklega pain in the neck. Af hverju? Jú, þeir voru endalaust með kassann úti… Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú… Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér, en þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup.“ Sagði Kristinn og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann sagðist síðan alltaf hafa skellt þessum vinsældalista á borðið þegar honum var ofboðið kjaftbrúkið í handboltamönnum. „Að þessu sögðu, þá þykir mér afar vænt um handbolta. Ég hlakka alltaf til að horfa á handbolta í janúar í skammdeginu. En mig langaði til að deila þessari sögu með ykkur“ sagði Kristinn að lokum áður en hann gekk af sviði. Ef kveikt er á spilaranum hér fyrir neðan má heyra Kristinn sjálfan segja söguna, sem tekur um tvær mínútur. Áður hafði hann eytt einni mínútu í að þakka fólki fyrir, tala um tímana framundan og þess háttar. Auk framboðsræðunnar sem hann hélt fyrr um daginn, en þar sprakk hann á tíma og kom sögunni ekki að. Mikil óánægja Óhætt er að segja að ummælin hafi ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Margir lýstu óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Fyrir neðan allar hellur“ Það að nýkjörinn formður KKÍ sé að gera sitt besta til að gera lítið úr handbolta í sigurræðu sinni er fyrir neðan allar hellur. Þetta er honum til minnkunar og algerlega óásættanlegt. Hann ætti að skríða undir steininn sinn aftur og ekkert koma þaðan upp aftur. https://t.co/KUtCZjEBUT— fusi (@fusi69) March 23, 2025 „Hélt að við værum komin lengra“ Vont að sjá fólk úr mismunandi íþróttum gera lítið úr öðrum árið 2025. Hélt við værum komin lengra. Áfram Ísland 🇮🇸 💪— Róbert Geir Gíslason (@robertgeir) March 23, 2025 „Börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport“ "Hvað á ég að gera á þessum fagra degi," sagði nýkjörinn formaður KKÍ við sjálfan sig í speglinum. "Jú, ég geri lítið úr handboltanum. Ha ha ha ég er svo með þetta." Veistu hvað, fyndni maður, það eru börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport með bros á vör. Taktlaus formaður.— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025 „Slakasta sigurræða sögunnar“ Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025 Aðkast í annað sinn á fáeinum dögum Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem handboltinn verður fyrir aðkasti frá forystufólki úr öðrum íþróttum. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði síðasta fimmtudag að búið væri að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“ Körfubolti Handbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira
Kristinn var framkvæmdastjóri KKÍ fyrir tæpum þremur áratugum síðan og sagan sem hann sagði er frá þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru öll sérsambönd með skrifstofur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. „Eins og þið þekkið þegar kollegar, eða samkeppnisaðilar að einhverju leiti, hittast. Þá er svona verið að gorta sig af hinu og þessu. Handboltinn var sérstaklega pain in the neck. Af hverju? Jú, þeir voru endalaust með kassann úti… Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú… Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér, en þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup.“ Sagði Kristinn og uppskar mikinn hlátur úr salnum. Hann sagðist síðan alltaf hafa skellt þessum vinsældalista á borðið þegar honum var ofboðið kjaftbrúkið í handboltamönnum. „Að þessu sögðu, þá þykir mér afar vænt um handbolta. Ég hlakka alltaf til að horfa á handbolta í janúar í skammdeginu. En mig langaði til að deila þessari sögu með ykkur“ sagði Kristinn að lokum áður en hann gekk af sviði. Ef kveikt er á spilaranum hér fyrir neðan má heyra Kristinn sjálfan segja söguna, sem tekur um tvær mínútur. Áður hafði hann eytt einni mínútu í að þakka fólki fyrir, tala um tímana framundan og þess háttar. Auk framboðsræðunnar sem hann hélt fyrr um daginn, en þar sprakk hann á tíma og kom sögunni ekki að. Mikil óánægja Óhætt er að segja að ummælin hafi ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Margir lýstu óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Fyrir neðan allar hellur“ Það að nýkjörinn formður KKÍ sé að gera sitt besta til að gera lítið úr handbolta í sigurræðu sinni er fyrir neðan allar hellur. Þetta er honum til minnkunar og algerlega óásættanlegt. Hann ætti að skríða undir steininn sinn aftur og ekkert koma þaðan upp aftur. https://t.co/KUtCZjEBUT— fusi (@fusi69) March 23, 2025 „Hélt að við værum komin lengra“ Vont að sjá fólk úr mismunandi íþróttum gera lítið úr öðrum árið 2025. Hélt við værum komin lengra. Áfram Ísland 🇮🇸 💪— Róbert Geir Gíslason (@robertgeir) March 23, 2025 „Börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport“ "Hvað á ég að gera á þessum fagra degi," sagði nýkjörinn formaður KKÍ við sjálfan sig í speglinum. "Jú, ég geri lítið úr handboltanum. Ha ha ha ég er svo með þetta." Veistu hvað, fyndni maður, það eru börn og unglingar sem æfa bæði þessi sport með bros á vör. Taktlaus formaður.— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025 „Slakasta sigurræða sögunnar“ Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025 Aðkast í annað sinn á fáeinum dögum Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem handboltinn verður fyrir aðkasti frá forystufólki úr öðrum íþróttum. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, sagði síðasta fimmtudag að búið væri að „aumingjavæða“ stórmót í fótbolta, þau séu að verða líkari handbolta „þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins.“
Körfubolti Handbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Sjá meira