Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 08:37 Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu tvo menn sem höfðu fest vélsleða sína skammt frá fjallinu Klakka. Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira