Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 15:43 Stórvirkar vinnuvélar í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Í baksýn sést álver Rio Tinto í Straumsvík sem Hafnarfjarðarbær þarf að borga bætur vegna framkvæmdanna. Vegagerðin Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira