Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2025 21:01 Oleg T. er í endurhæfingu og bíður spenntur eftir að fá gervifót í staðinn fyrir þann sem hann missti í loftárás Rússa fyrir um fjórum mánuðum. Vísir/Ívar Fannar Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa. Týtanóví er sérhæfð endurhæfingarmiðstöð sem þjónustar úkraínska hermenn með flókna áverka vegna útlimamissis. Hugmyndafræði stofnunarinnar miðar að því að hjálpa hermönnum að öðlast bætt lífsgæði og hreyfigetu í gegnum alhliða endurhæfingu, andlega og líkamlega, og með hátæknilegum stoðtækjum sem í sumum tilfellum eru tengd með títaníum ígræðslu beint við bein. Anton er einn þeirra sem sækir endurhæfingarmiðstöðina, en hann hefur misst báðar hendur og fótlegg einnig.Vísir/Elín Margrét Í miðstöðinni eru einnig hönnuð og smíðuð grunnstoðtæki sem sniðin eru að hverjum notanda, en margir þeirra hermanna sem sækja miðstöðina hafa fengið stoðtæki byggð á norrænni tækni, meðal annars frá Össuri. Oleg T. er einn þeirra sem eru í ferli og býður eftir stoðtækjum eftir að hafa misst vinstri handlegg og fótlegg í árás Rússa fyrir aðeins fjórum mánuðum. „Flugskeyti var skotið og það flaug beint niður í kjallarann okkar og hafnaði mjög nálægt mér, kannski í tveggja metra fjarlægð. Ég særðist á vinstri hliðinn. Hægri hliðin er að mestu í lagi,” segir Oleg í samtali við fréttastofu. Hann kom fyrst inn sem sjálfboðaliði og vann með hermönnum sem börðust á framlínunni í mars 2022. Hann gekk svo formlega í herinn í nóvember sama ár og hefur meðal annars verið í drónaliðdeild innan hersins. Þótti fáránlegt að gera annað en að hjálpa Áður en hann gekk í herinn starfaði hann sem þýðandi, þýddi úr pólksu og yfir á úkraínsku. Hann er ekki sannfærður um að hann snúi aftur til sömu starfa og áður, en eins og staðan er núna finnst honum fátt annað koma til greina en að halda áfram að vinna fyrir landið sitt. „Ég man eftir því hvers vegna ég gekk í herinn. Mér fannst það fáránlegt að gera eitthvað annað en að reyna að hjálpa í stað þess að vinna venjulega vinnu. Það sama á við núna,” segir Oleg, spurður hvernig hann sér framtíðina fyrir sér. Í endurhæfingarmiðstöðinni er ýmiss búnaður og tæki fyrir særða hermenn til að þjálfa aftur upp getu. Til dæmis að snúa hurðarhúni, hengja upp þvott og kveikja ljós.Vísir/Elín Margrét „Á meðan stríðið er enn í gangi þá vil ég helst hjálpa. Fyrst þarf ég að finna út úr heilsu minni, en ég yrði mjög glaður ef ég gæti hjálpað. Hjálpað landinu mínu,“ segir Oleg. Sárin hans eru enn að gróa svo hann er ekki tilbúinn til að fá ígræddan fótlegg strax. Hann er búinn að fá útbúna nýja hendi í Póllandi sem hann mun nota til að æfa sig, en hlakkar mikið til að geta staðið aftur á tveimur fótum þegar líkaminn er tilbúinn til þess. „Því miður hér í Úkraínu er ekki gott aðgengi fyrir hjólastóla. Ég vissi að þetta yrði vandamál, ég var búin að lesa um það áður en ég særðist sjálfur. En þegar þú sjálfur tilheyrir hópi hreyfihamlaðra þá snertir það þig á allt annan hátt. Það er niðurlægjandi ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Hversu illa landið er búið undir þessa miklu fjölgun hermanna með hreyfihömlun. Þess vegna vona ég að ég fái gervifótinn minn sem allra fyrst, því það er erfitt að fara út úr húsi ef þú ert í hjólastól,“ segir Oleg. Sá sterkasti með aðeins eina hendi Rostislav særðist í grennd við Bakmút í lok árs 2022. Hann missti höndina og átti í fyrstu erfitt með bata en hefur að eigin sögn gengið betur eftir að hann fann endurhæfingarstöðina. Hann er nú komin með gervihendi og gengur ágætlega að venjast breyttu lífi. „Það hjálpar mjög mikið andlega að koma hingað vegna þess að þú ert umkringdur fólki sem er að glíma við sömu hluti og þú það hjálpar mikið, vissulega,“ segir Rostislav. Rostislav er metnaðarfullur kraftlyftingamaður.Vísir/Ívar Fannar Hann segist fyrst hafa verið í hernum á árunum 2013, 2014 og 2015, í byrjun stríðsins, en gekk svo aftur til liðs við herinn við upphaf allsherjarinnrásarinnar í febrúar 2022. Hann segir mikilvægt fyrir sig og aðra særða hermenn að litið sé á þá sem venjulegt fólk og sem fullgilda þátttakendur í samfélaginu. Þeir iðki til að mynda íþróttir eins og aðrir og vilja geta óhindrað lagt stund á sitt sport og tekið þátt í keppni. Sjálfur æfir hann kraftlyftingar og segist léttur í bragði eiga metið sem stendur yfir sterkasta manninn með aðeins eina hendi. Rostislav lyftir þungu og stefnir hærra og lengra.aðsend mynd Vill halda áfram að mynda stríðið Ivan hefur aðeins annan bakgrunn en flestir hermennirnir í Týtanóví. Hann er fréttatökumaður hjá Reuters og særðist í árásum á hótel þar sem hann var ásamt samstarfsfólki í ágúst í fyrra. Ivan þráir ekkert heitar en að ná bata og snúa aftur til vinnu. „Landið mitt á í stríði og ég verð að festa stríðið á filmu. Ég verð að sýna öllum heiminum hermennina okkar, strákana okkar sem berjast við þessa óvini,” segir Ivan. Hann særðist meðal annars illa á auga í árásinni en samstarfsmaður hans, Ryan Evans, lést í árásinni sem gerð var á Hótel Sapphire í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í fyrra. Ivan var að sinna störfum sínum sem fréttatökumaður hjá Reuters þegar Rússar gerðu atlögu að hótelinu þar sem hann var staddur ásamt öðrum.Vísir/Ívar Fannar „Ég var að mynda rýmingu almennra borgara úr borginni. Ég var ekki að mynda hermenn, heldur almenna borgara og ég varð fyrir árás,“ segir Ivan. Þrátt fyrir von um frið kveðst Ivan ekki hafa mikla trú á friðarvilja Rússa. „Það er tálsýnd ein að eitthvað muni gerast í þessum samningaviðræðum. Ég trúi ekki Rússum, ég trúi ekki Pútín,“ segir Ivan. „Þeir vilja kannski 30 daga vopnahlé. Eða tveggja, þriggja ára vopnahlé. En ég veit hvernig Rússar eru. Eftir eitt, tvö, þrjú ár þá byrja þeir aftur að ráðast á Úkraínu og ég trúi þeim ekki.“ Hann ítrekar mikilvægi stuðnings bandamanna við Úkraínu, og ekki síður skilnings. „Við erum ekki ein í þessu stríði. Þetta stríð er ekki bara stríð Úkraínu, árás Rússa á Úkraínu. Þetta er stríð fyrir lýðræði.“ Allir þreyttir en halda áfram á þrjóskunni í þágu réttlætis Oleg segir erfitt að fylgjast með fréttum frá útlöndum þar sem menn eru að velta fyrir sér mögulegu friðarsamkomulagi eða vopnahléi. Hann fái á tilfinninguna að ekki allir skilji veruleikann og hvernig staðan blasir við Úkraínumönnum, jafnvel þótt fólk vilji vel. „Þau spyrja spurninga sem engir Úkraínumenn myndu spyrja. Vegna þess að allir vona að þessu stríði ljúki. En fyrir Úkraínumenn skiptir mjög miklu máli á hvaða forsendum stríðinu ljúki. Við þurfum langvarandi frið. Það er átakanlegt að hugsa til þess að hluti af landinu okkar verði hersetið af því að það er svo mikill þrýstingur á Úkraínu að undirrita pappíra núna strax annars fáum við enga hjálp. Ekkert. Fólkið á þeim svæðum eru enn Úkraínumenn. Þar eru börn sem verður innrætt að gleyma uppruna sínum og tungumáli,“ segir Oleg. Hann rifjar upp sögurnar frá Bútsja og Irpin frá því snemma í stríðinu og honum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þá skildu þeir bara líkin eftir. En núna, eftir þrjú ár af stríði, hver veit. Það eru mörg þúsund manns sem við vitum ekkert hvað varð um,“ segir Oleg. Að hans mati komi ekki til greina að undirrita nokkuð samkomulag sem samið er á forsendum Rússa og þar sem land og heimili Úkraínumanna eru gefin eftir til Rússa. Það sé erfitt að horfa upp á það sem heyrist nú frá bandamönnum á borð við Bandaríkin sem hafi „snúið stefnu sinni í 180 gráður.“ „Ég veit að hermennirnir eru þreyttir. Fólkið er þreytt. Allir eru þreyttir, trúðu mér. En við erum þrjósk. En þetta snýst ekki bara um þrjósku, heldur réttlæti, og fólkið sem er ennþá á hernumdu svæðunum,“ segir Oleg. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Týtanóví er sérhæfð endurhæfingarmiðstöð sem þjónustar úkraínska hermenn með flókna áverka vegna útlimamissis. Hugmyndafræði stofnunarinnar miðar að því að hjálpa hermönnum að öðlast bætt lífsgæði og hreyfigetu í gegnum alhliða endurhæfingu, andlega og líkamlega, og með hátæknilegum stoðtækjum sem í sumum tilfellum eru tengd með títaníum ígræðslu beint við bein. Anton er einn þeirra sem sækir endurhæfingarmiðstöðina, en hann hefur misst báðar hendur og fótlegg einnig.Vísir/Elín Margrét Í miðstöðinni eru einnig hönnuð og smíðuð grunnstoðtæki sem sniðin eru að hverjum notanda, en margir þeirra hermanna sem sækja miðstöðina hafa fengið stoðtæki byggð á norrænni tækni, meðal annars frá Össuri. Oleg T. er einn þeirra sem eru í ferli og býður eftir stoðtækjum eftir að hafa misst vinstri handlegg og fótlegg í árás Rússa fyrir aðeins fjórum mánuðum. „Flugskeyti var skotið og það flaug beint niður í kjallarann okkar og hafnaði mjög nálægt mér, kannski í tveggja metra fjarlægð. Ég særðist á vinstri hliðinn. Hægri hliðin er að mestu í lagi,” segir Oleg í samtali við fréttastofu. Hann kom fyrst inn sem sjálfboðaliði og vann með hermönnum sem börðust á framlínunni í mars 2022. Hann gekk svo formlega í herinn í nóvember sama ár og hefur meðal annars verið í drónaliðdeild innan hersins. Þótti fáránlegt að gera annað en að hjálpa Áður en hann gekk í herinn starfaði hann sem þýðandi, þýddi úr pólksu og yfir á úkraínsku. Hann er ekki sannfærður um að hann snúi aftur til sömu starfa og áður, en eins og staðan er núna finnst honum fátt annað koma til greina en að halda áfram að vinna fyrir landið sitt. „Ég man eftir því hvers vegna ég gekk í herinn. Mér fannst það fáránlegt að gera eitthvað annað en að reyna að hjálpa í stað þess að vinna venjulega vinnu. Það sama á við núna,” segir Oleg, spurður hvernig hann sér framtíðina fyrir sér. Í endurhæfingarmiðstöðinni er ýmiss búnaður og tæki fyrir særða hermenn til að þjálfa aftur upp getu. Til dæmis að snúa hurðarhúni, hengja upp þvott og kveikja ljós.Vísir/Elín Margrét „Á meðan stríðið er enn í gangi þá vil ég helst hjálpa. Fyrst þarf ég að finna út úr heilsu minni, en ég yrði mjög glaður ef ég gæti hjálpað. Hjálpað landinu mínu,“ segir Oleg. Sárin hans eru enn að gróa svo hann er ekki tilbúinn til að fá ígræddan fótlegg strax. Hann er búinn að fá útbúna nýja hendi í Póllandi sem hann mun nota til að æfa sig, en hlakkar mikið til að geta staðið aftur á tveimur fótum þegar líkaminn er tilbúinn til þess. „Því miður hér í Úkraínu er ekki gott aðgengi fyrir hjólastóla. Ég vissi að þetta yrði vandamál, ég var búin að lesa um það áður en ég særðist sjálfur. En þegar þú sjálfur tilheyrir hópi hreyfihamlaðra þá snertir það þig á allt annan hátt. Það er niðurlægjandi ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Hversu illa landið er búið undir þessa miklu fjölgun hermanna með hreyfihömlun. Þess vegna vona ég að ég fái gervifótinn minn sem allra fyrst, því það er erfitt að fara út úr húsi ef þú ert í hjólastól,“ segir Oleg. Sá sterkasti með aðeins eina hendi Rostislav særðist í grennd við Bakmút í lok árs 2022. Hann missti höndina og átti í fyrstu erfitt með bata en hefur að eigin sögn gengið betur eftir að hann fann endurhæfingarstöðina. Hann er nú komin með gervihendi og gengur ágætlega að venjast breyttu lífi. „Það hjálpar mjög mikið andlega að koma hingað vegna þess að þú ert umkringdur fólki sem er að glíma við sömu hluti og þú það hjálpar mikið, vissulega,“ segir Rostislav. Rostislav er metnaðarfullur kraftlyftingamaður.Vísir/Ívar Fannar Hann segist fyrst hafa verið í hernum á árunum 2013, 2014 og 2015, í byrjun stríðsins, en gekk svo aftur til liðs við herinn við upphaf allsherjarinnrásarinnar í febrúar 2022. Hann segir mikilvægt fyrir sig og aðra særða hermenn að litið sé á þá sem venjulegt fólk og sem fullgilda þátttakendur í samfélaginu. Þeir iðki til að mynda íþróttir eins og aðrir og vilja geta óhindrað lagt stund á sitt sport og tekið þátt í keppni. Sjálfur æfir hann kraftlyftingar og segist léttur í bragði eiga metið sem stendur yfir sterkasta manninn með aðeins eina hendi. Rostislav lyftir þungu og stefnir hærra og lengra.aðsend mynd Vill halda áfram að mynda stríðið Ivan hefur aðeins annan bakgrunn en flestir hermennirnir í Týtanóví. Hann er fréttatökumaður hjá Reuters og særðist í árásum á hótel þar sem hann var ásamt samstarfsfólki í ágúst í fyrra. Ivan þráir ekkert heitar en að ná bata og snúa aftur til vinnu. „Landið mitt á í stríði og ég verð að festa stríðið á filmu. Ég verð að sýna öllum heiminum hermennina okkar, strákana okkar sem berjast við þessa óvini,” segir Ivan. Hann særðist meðal annars illa á auga í árásinni en samstarfsmaður hans, Ryan Evans, lést í árásinni sem gerð var á Hótel Sapphire í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í fyrra. Ivan var að sinna störfum sínum sem fréttatökumaður hjá Reuters þegar Rússar gerðu atlögu að hótelinu þar sem hann var staddur ásamt öðrum.Vísir/Ívar Fannar „Ég var að mynda rýmingu almennra borgara úr borginni. Ég var ekki að mynda hermenn, heldur almenna borgara og ég varð fyrir árás,“ segir Ivan. Þrátt fyrir von um frið kveðst Ivan ekki hafa mikla trú á friðarvilja Rússa. „Það er tálsýnd ein að eitthvað muni gerast í þessum samningaviðræðum. Ég trúi ekki Rússum, ég trúi ekki Pútín,“ segir Ivan. „Þeir vilja kannski 30 daga vopnahlé. Eða tveggja, þriggja ára vopnahlé. En ég veit hvernig Rússar eru. Eftir eitt, tvö, þrjú ár þá byrja þeir aftur að ráðast á Úkraínu og ég trúi þeim ekki.“ Hann ítrekar mikilvægi stuðnings bandamanna við Úkraínu, og ekki síður skilnings. „Við erum ekki ein í þessu stríði. Þetta stríð er ekki bara stríð Úkraínu, árás Rússa á Úkraínu. Þetta er stríð fyrir lýðræði.“ Allir þreyttir en halda áfram á þrjóskunni í þágu réttlætis Oleg segir erfitt að fylgjast með fréttum frá útlöndum þar sem menn eru að velta fyrir sér mögulegu friðarsamkomulagi eða vopnahléi. Hann fái á tilfinninguna að ekki allir skilji veruleikann og hvernig staðan blasir við Úkraínumönnum, jafnvel þótt fólk vilji vel. „Þau spyrja spurninga sem engir Úkraínumenn myndu spyrja. Vegna þess að allir vona að þessu stríði ljúki. En fyrir Úkraínumenn skiptir mjög miklu máli á hvaða forsendum stríðinu ljúki. Við þurfum langvarandi frið. Það er átakanlegt að hugsa til þess að hluti af landinu okkar verði hersetið af því að það er svo mikill þrýstingur á Úkraínu að undirrita pappíra núna strax annars fáum við enga hjálp. Ekkert. Fólkið á þeim svæðum eru enn Úkraínumenn. Þar eru börn sem verður innrætt að gleyma uppruna sínum og tungumáli,“ segir Oleg. Hann rifjar upp sögurnar frá Bútsja og Irpin frá því snemma í stríðinu og honum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þá skildu þeir bara líkin eftir. En núna, eftir þrjú ár af stríði, hver veit. Það eru mörg þúsund manns sem við vitum ekkert hvað varð um,“ segir Oleg. Að hans mati komi ekki til greina að undirrita nokkuð samkomulag sem samið er á forsendum Rússa og þar sem land og heimili Úkraínumanna eru gefin eftir til Rússa. Það sé erfitt að horfa upp á það sem heyrist nú frá bandamönnum á borð við Bandaríkin sem hafi „snúið stefnu sinni í 180 gráður.“ „Ég veit að hermennirnir eru þreyttir. Fólkið er þreytt. Allir eru þreyttir, trúðu mér. En við erum þrjósk. En þetta snýst ekki bara um þrjósku, heldur réttlæti, og fólkið sem er ennþá á hernumdu svæðunum,“ segir Oleg.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“