Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 13:53 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun