Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 09:42 Kristján Markús Sívarsson neitaði sök og sagðist ekki bera ábyrgð á áverkum konunnar. Vísir/AntonBrink Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira