Handbolti

Elliði Snær átti sinn þátt í ó­væntum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyjamaðurinn Elliði Snær stóð svo sannarlega fyrir sínu í kvöld.
Eyjamaðurinn Elliði Snær stóð svo sannarlega fyrir sínu í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach gerðu sér lítið fyrir og lögðu Melsungen með þremur mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta.

Fyrir leikinn var búist við sigri gestanna sem eru í 3. sæti efstu deildar í Þýskalandi á meðan Gummersbach er í 7. sæti með 10 stigum minna.

Annað kom á daginn og sýndu lærisveinar Guðjóns Vals sínar bestu hliðar. Ef eitthvað er hefði sigurinn geta verið stærri, lokatölur 29-26. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í liði Gummersbach.

Síðari leikur liðanna fer fram 1. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×