Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2025 19:40 Fyrrverandi sambýlismaður Margrétar Mjallar sést á myndinni berja hana með stól. Myndefnið er úr öryggismyndavél. Vísir/bjarni Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt. Margrét Mjöll Sverrisdóttir vakti heilmikla athygli fyrir áhrifaríkt viðtal í Bítinu á Bylgjunni í gær en þar greindi hún frá ofbeldi sem hún hafði mátt sæta í nánu sambandi. Ofbeldið náði hámarki í lok janúar á síðasta ári og náðist á öryggismyndavélum innanhúss. Margrét vill birta myndefnið til þess að sýna fólki hvernig raunveruleiki brotaþola lítur út. „Þegar mamma mín lýsti því fyrir mér, eftir að hún fékk að sjá þetta, hvernig þetta breytti hennar sýn á ástandið og hvernig heimilisofbeldi væri í raun og veru að þá hugsaði ég með mér, þetta er kannski eitthvað sem fólk þarf að sjá til að skilja í raun og veru hvað það er að búa við heimilisofbeldi og hvað maður er varnarlaus í þessum aðstæðum.“ Segir ofbeldið hafa byrjað sem andlegt ofbeldi Parið var saman í eitt og hálft ár en Margrét segir að ofbeldið hafi byrjað smám saman og fyrst sem andlegt ofbeldi. Í janúar í fyrra hafi ofbeldið verið þess eðlis að hún hélt að hún myndi deyja. „Á einum tímapunkti þá tekur hann mig kverkataki það lengi að ég dett út og svo hristir hann mig til baka til að geta haldið áfram árásinni. Svo tekur hann hring sem hann var með á vinstri hendi og setur hann yfir á hægri hendi og kýlir mig í andlitið og rýfur af mér allt augnlokið og nefbrýtur mig og ég missti sjón og svona í kjölfarið.“ Fyrrverandi sambýlismaður Margrétar nefbraut hana og þá þurfti að sauma sár á hægra efra augnloki. Í dómnum segir að maðurinn hafi á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð Margrétar.aðsend Ofbeldið stóð yfir í langan tíma en það sem bjargaði henni var snjall úrið hennar. „Ef þú lendir í slysi, bílslysi eða færð einhvers konar högg þá hringir úrið í neyðarlínuna. Ég hafði greinilega sett á þessa stillingu en í látunum er hann búinn að hrinda mér svolítið og ég var búin að hrasa og detta og úrið mitt hringir á neyðarlínuna og mér fannst það bara ótrúlegt þar sem það voru bara 2% eftir af rafhlöðunni á því. Þeir ná að hanga á línunni þangað til það deyr í tvær mínútur og heyra skýrt hvað er í gangi.“ Margrét hafði alls ekki í hyggju að kæra manninn því hún var hrædd við hann og treysti sér ekki í kæruferlið en lögreglan tók fram fyrir hendurnar á henni. „Þetta mál er bara það alvarlegt að lögreglan mun taka yfir.“ Spyr dómskerfið „hvað með mig?“ Á myndinni sést Margrét Mjöll með sínum tryggja vini, rakkanum Zlatan. Hún hefur frá unga aldri haft mikið dálæti á íþróttinni mótorkross.aðsend Í dómnum, sem kveðinn var upp 12. nóvember síðastliðinn, var maðurinn meðal annars sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm sem skilorðsbundinn er til þriggja ára. Margrét er gríðarlega ósátt við dóminn, og finnst hann óréttlátur. Hún hafi sjálf þurft að flýja land um tíma til að öðlast öryggiskennd. „Hvort það sé út af því að fangelsin eru yfirfull eða ekki, veit ég ekki. ég fékk ekki að heyra að það væri skýringin. Ég fékk að heyra að þetta væri af því að hann væri að standa sig svo vel. Þá hugsa ég, hvað með mig? Á ég að fá verðlaun fyrir að standa mig vel eða á ég að fá, afsakið, miðjufingurinn fyrir að reyna að lifa þetta af. Ég á svolítið erfitt með að festa fingur á hverju ég er reiðust en ég er sár og reið. Mér fannst loksins einhver von komin í þetta kerfi, það var búið að breyta ýmsu en samt finnst mér við alltaf vera að taka skref aftur á bak í þessu.“ Farþegi í eigin líkama eftir árásina Margrét segir að það hafi verið mikið álag og gríðarleg vinna að reyna að jafna sig eftir ofbeldið. Uppbyggingastarfið sé ekki línulegt upp á við heldur komi reglulega bakslag í bataferlinu. Hún glími við myrkfælni og saknar þess að hafa öryggistilfinningu. „Ég er ekki ég lengur, eða ég sem ég hélt ég væri. Ég er bara farþegi í eigin líkama eftir þessa árás. Ég er bara þarna.“ Kynbundið ofbeldi Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Margrét Mjöll Sverrisdóttir vakti heilmikla athygli fyrir áhrifaríkt viðtal í Bítinu á Bylgjunni í gær en þar greindi hún frá ofbeldi sem hún hafði mátt sæta í nánu sambandi. Ofbeldið náði hámarki í lok janúar á síðasta ári og náðist á öryggismyndavélum innanhúss. Margrét vill birta myndefnið til þess að sýna fólki hvernig raunveruleiki brotaþola lítur út. „Þegar mamma mín lýsti því fyrir mér, eftir að hún fékk að sjá þetta, hvernig þetta breytti hennar sýn á ástandið og hvernig heimilisofbeldi væri í raun og veru að þá hugsaði ég með mér, þetta er kannski eitthvað sem fólk þarf að sjá til að skilja í raun og veru hvað það er að búa við heimilisofbeldi og hvað maður er varnarlaus í þessum aðstæðum.“ Segir ofbeldið hafa byrjað sem andlegt ofbeldi Parið var saman í eitt og hálft ár en Margrét segir að ofbeldið hafi byrjað smám saman og fyrst sem andlegt ofbeldi. Í janúar í fyrra hafi ofbeldið verið þess eðlis að hún hélt að hún myndi deyja. „Á einum tímapunkti þá tekur hann mig kverkataki það lengi að ég dett út og svo hristir hann mig til baka til að geta haldið áfram árásinni. Svo tekur hann hring sem hann var með á vinstri hendi og setur hann yfir á hægri hendi og kýlir mig í andlitið og rýfur af mér allt augnlokið og nefbrýtur mig og ég missti sjón og svona í kjölfarið.“ Fyrrverandi sambýlismaður Margrétar nefbraut hana og þá þurfti að sauma sár á hægra efra augnloki. Í dómnum segir að maðurinn hafi á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð Margrétar.aðsend Ofbeldið stóð yfir í langan tíma en það sem bjargaði henni var snjall úrið hennar. „Ef þú lendir í slysi, bílslysi eða færð einhvers konar högg þá hringir úrið í neyðarlínuna. Ég hafði greinilega sett á þessa stillingu en í látunum er hann búinn að hrinda mér svolítið og ég var búin að hrasa og detta og úrið mitt hringir á neyðarlínuna og mér fannst það bara ótrúlegt þar sem það voru bara 2% eftir af rafhlöðunni á því. Þeir ná að hanga á línunni þangað til það deyr í tvær mínútur og heyra skýrt hvað er í gangi.“ Margrét hafði alls ekki í hyggju að kæra manninn því hún var hrædd við hann og treysti sér ekki í kæruferlið en lögreglan tók fram fyrir hendurnar á henni. „Þetta mál er bara það alvarlegt að lögreglan mun taka yfir.“ Spyr dómskerfið „hvað með mig?“ Á myndinni sést Margrét Mjöll með sínum tryggja vini, rakkanum Zlatan. Hún hefur frá unga aldri haft mikið dálæti á íþróttinni mótorkross.aðsend Í dómnum, sem kveðinn var upp 12. nóvember síðastliðinn, var maðurinn meðal annars sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm sem skilorðsbundinn er til þriggja ára. Margrét er gríðarlega ósátt við dóminn, og finnst hann óréttlátur. Hún hafi sjálf þurft að flýja land um tíma til að öðlast öryggiskennd. „Hvort það sé út af því að fangelsin eru yfirfull eða ekki, veit ég ekki. ég fékk ekki að heyra að það væri skýringin. Ég fékk að heyra að þetta væri af því að hann væri að standa sig svo vel. Þá hugsa ég, hvað með mig? Á ég að fá verðlaun fyrir að standa mig vel eða á ég að fá, afsakið, miðjufingurinn fyrir að reyna að lifa þetta af. Ég á svolítið erfitt með að festa fingur á hverju ég er reiðust en ég er sár og reið. Mér fannst loksins einhver von komin í þetta kerfi, það var búið að breyta ýmsu en samt finnst mér við alltaf vera að taka skref aftur á bak í þessu.“ Farþegi í eigin líkama eftir árásina Margrét segir að það hafi verið mikið álag og gríðarleg vinna að reyna að jafna sig eftir ofbeldið. Uppbyggingastarfið sé ekki línulegt upp á við heldur komi reglulega bakslag í bataferlinu. Hún glími við myrkfælni og saknar þess að hafa öryggistilfinningu. „Ég er ekki ég lengur, eða ég sem ég hélt ég væri. Ég er bara farþegi í eigin líkama eftir þessa árás. Ég er bara þarna.“
Kynbundið ofbeldi Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent